Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 57
É g e r h ö f ð i n g l e g a v e n j u l e g TMM 2018 · 3 57 Takk fyrir að koma í viðtal fyrir Tímarit Máls og menningar, kæra Anne Carson. Viltu segja mér hvar þú ert fædd og hvenær, hvað foreldrar þínir heita, áttu systkini, hvað heita þau – ef þú kærir þig um að svara því – hvar í röðinni ertu fædd og hvar ólstu upp? Sjáum nú til. Ég fæddist 21. júní 1950 um sumarsólstöður í Torontoborg. Foreldrar mínir hétu Margaret og Robert. Ég átti einn eldri bróður Michael. Við ólumst upp í smábæjum í Kanada og fluttum oft. Hvaðan komu foreldrar þínir? Þau komu frá Toronto. Og hvaðan komu foreldrar þeirra? Líka frá Toronto. Við hvað starfaði pabbi þinn? Bankastjóri. Við hvað starfaði mamma þín? Hún gerði lífið mögulegt fyrir okkur hin. Geturðu sagt mér frá umhverfinu – landslaginu – á stöðunum þar sem þú ólst upp? Mjög litlir bæir og þorp með lágreistum húsum, venjulega í norðurhluta Ontario – þar snjóar mikið – hvítt landslag með furutrjám og björnum. Á sumrin dvöldum við hjá vatni. Í flestum minningunum frá því ég er barn syndi ég í þessu vatni. Umkringd trjám? Já. Currie hefur komið að vatninu. Það er umkringt skógi, kofum og litlum húsum sem fólkið byggði sér. Hvenær manstu eftir þér fyrst? Fyrsta minning mín er draumur sem mig dreymdi þegar ég var um það bil þriggja ára. Mig dreymdi að ég fór niður – í húsinu þar sem við bjuggum – og inní stofu og stofan var alveg einsog hún var nema hún var líka breytt. Hún var einsog herbergi sem hafði misst vitið. Ég gat ekki nefnt eða bent á breytingarnar en hvert smáatriði hafði breyst þannig að það var ekki lengur venjulegt. Og þannig var sá draumur. Þú skrifar um drauminn í lofgjörð þinni til svefns í ritgerðinni Every Exit is an Entrance sem kom út í Decreation. Ég er mjög hrifin af þeirri bók. Já, ég líka, já, þar skrifaði ég um drauminn og líkti stofunni við breyttan hug persónu sem maður hefur þekkt vel og lengi en hugur hennar er ekki TMM_3_2018.indd 57 23.8.2018 14:19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.