Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 62
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
62 TMM 2018 · 3
Hvort fannst þér skemmtilegra að vera barn eða unglingur?
Látum okkur sjá. Ég naut mín örugglega betur sem unglingur afþví
skólinn var áhugaverðari og erfiðari – ég nýt þess að takast á við erfið verk-
efni – og ég elskaði að læra heima, maður þurfti ekki að læra mikið heima í
barnaskólanum. Mér fannst gaman að læra heima og vanda mig.
Byrjaðir þú snemma að skrifa?
Nei, eiginlega ekki, ég var meira að teikna og skrifa á teikningarnar, skrifin
voru í félagi með teikningunum og ekki mikilvæg í sjálfu sér eða þannig man
ég það. Ég hafði ekki sérstakan áhuga á því að skrifa.
Varstu trúuð? Ertu trúuð? Fékkstu trúarlegt uppeldi?
Við fórum til kirkju en ekki af ástríðu eða samkvæmt reglu.
Hafðir þú þína eigin trú?
Nei varla, ég trúði á myndheim hins kaþólska helgihalds og himnaríkis en
ekki á ígrundaðan hátt.
Ertu félagsvera, einfari?
Anne hlær.
Currie: Þessi er erfið …
Ég veit það ekki … ég er ekki mjög félagslynd og mér þykir gott að vera
ein. Eitthvað þarna á milli.
Varstu pabbastelpa? Mömmustelpa? Hvorugt?
Á einhverjum tímapunkti hefði ég líklega sagt að ég hefði verið nánari
föður mínum. Mér gramdist við mömmu. Ég myndi segja að í lífi mínu hafi
ég tekið föður minn mér til fyrirmyndar.
Hafa foreldrar þínir haft áhrif á bækurnar þínar og verk?
Já, ég hugsa það og ég hef skrifað um þau, mér fannst ég þurfa að útskýra
uppruna minn. Ég reikna ekki með að þeim hafi líkað bækurnar mínar og
ég veit ekki hvort pabbi las þær. Móðir mín las venjulegast fyrstu tuttugu síð-
urnar, bretti uppá hornið á blaðsíðunni og lagði bókina upp í hillu.
Currie: Hún hreifst af skrifum þínum um pabba þinn.
Já, hún var ánægð með ljóð sem ég orti um pabba afþví það fjallaði um
pabba og var eftir mig. Já, ég held þau hafi haft áhrif á verkin mín. Oft koma
höfundar sér hjá því að skrifa um foreldra sína þar til þeir eru ekki lengur
hér og geta ekki lesið það sem þeir skrifa.
TMM_3_2018.indd 62 23.8.2018 14:19