Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 62
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 62 TMM 2018 · 3 Hvort fannst þér skemmtilegra að vera barn eða unglingur? Látum okkur sjá. Ég naut mín örugglega betur sem unglingur afþví skólinn var áhugaverðari og erfiðari – ég nýt þess að takast á við erfið verk- efni – og ég elskaði að læra heima, maður þurfti ekki að læra mikið heima í barnaskólanum. Mér fannst gaman að læra heima og vanda mig. Byrjaðir þú snemma að skrifa? Nei, eiginlega ekki, ég var meira að teikna og skrifa á teikningarnar, skrifin voru í félagi með teikningunum og ekki mikilvæg í sjálfu sér eða þannig man ég það. Ég hafði ekki sérstakan áhuga á því að skrifa. Varstu trúuð? Ertu trúuð? Fékkstu trúarlegt uppeldi? Við fórum til kirkju en ekki af ástríðu eða samkvæmt reglu. Hafðir þú þína eigin trú? Nei varla, ég trúði á myndheim hins kaþólska helgihalds og himnaríkis en ekki á ígrundaðan hátt. Ertu félagsvera, einfari? Anne hlær. Currie: Þessi er erfið … Ég veit það ekki … ég er ekki mjög félagslynd og mér þykir gott að vera ein. Eitthvað þarna á milli. Varstu pabbastelpa? Mömmustelpa? Hvorugt? Á einhverjum tímapunkti hefði ég líklega sagt að ég hefði verið nánari föður mínum. Mér gramdist við mömmu. Ég myndi segja að í lífi mínu hafi ég tekið föður minn mér til fyrirmyndar. Hafa foreldrar þínir haft áhrif á bækurnar þínar og verk? Já, ég hugsa það og ég hef skrifað um þau, mér fannst ég þurfa að útskýra uppruna minn. Ég reikna ekki með að þeim hafi líkað bækurnar mínar og ég veit ekki hvort pabbi las þær. Móðir mín las venjulegast fyrstu tuttugu síð- urnar, bretti uppá hornið á blaðsíðunni og lagði bókina upp í hillu. Currie: Hún hreifst af skrifum þínum um pabba þinn. Já, hún var ánægð með ljóð sem ég orti um pabba afþví það fjallaði um pabba og var eftir mig. Já, ég held þau hafi haft áhrif á verkin mín. Oft koma höfundar sér hjá því að skrifa um foreldra sína þar til þeir eru ekki lengur hér og geta ekki lesið það sem þeir skrifa. TMM_3_2018.indd 62 23.8.2018 14:19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.