Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 86
B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r
86 TMM 2018 · 3
uppi með sögulega skáldsögu eftir höfund sem er ekki bara staðkunnugur
á svæðinu sem hann segir frá, heldur hefur sennilega talað við annaðhvert
gamalmenni þar og að auki sankað að sér ýmsum skjölum úr héraði. En
málið á sögunni gæti líka verið skemmtilegt viðfangsefni. Það er ansi trú-
verðugt sem 18. aldar mál en virðist þó einnig sótt til 19. aldar og íslenskra
fornbókmennta. Ljúgverðugleikinn er sem sé umtalsverður – svo að vísað sé
til Þórarins Eldjárn.38
Vinsældir sögulegs skáldskapar á þessari öld valda svo því að nú gefst
tilefni til að lesa saman gagnólík verk. Fróðlegt gæti til að mynda verið að
taka saman ýmsar sögur og sagnabrot og skoða aðferðirnar sem ólíkir höf-
undar nota til að lýsa biskupssetrinu Skálholti, því sem gerist þar innan dyra,
umhverfi þess og pólitískum og félagslegum áhrifum – og hvert markmiðið
kann að vera með sögulega skáldskapnum. Þá mætti jafnt lesa saman sögur
sem settar eru niður á sömu öld, eins og Haustgotasögu (2005) Semings (Guð-
mundar Óla Ólafssonar) og Í skugga drottins, eða stefna saman verkum um
ýmsar aldir og bæta t.d. við Byltingarbörnum (2000) Björns Th. Björnssonar,
brotum úr Leiðinni til Rómar (2002) Péturs Gunnarssonar og – kannski til
að gefa flokkun í bókmenntagreinar langt nef – öðrum úr Snorra á Húsafelli!
V
Frásögnin má kallast eitt af grunnformum mannlegrar hugsunar. Börn
eru ekki fyrr farin að tala en þau segja: „Veistu hvað ég sá?¨“, „Veistu hvað
kom fyrir?“ og skipa upplifunum sínum í sögu. Smám saman safnast þær
saman, og sem einstaklingarnir eldast sníða þeir þær sífellt til í söguna um
eigið líf uns upp rís „eins konar söguleg skáldsaga“, svo að vísað sé til Sigur-
jóns Björnssonar.39 Sögulegur skáldskapur er því líklega snarari þáttur í lífi
hverrar manneskju en margan kann að gruna. En vöxtur hans hérlendis, eins
og hann birtist í útgefnum bókum á síðustu áratugum, kallar á að honum sé
sinnt rækilega – með hliðsjón af nýlegum skrifum jafnt í sagnfræði sem bók-
menntafræði. Og það vona ég að vangaveltur mínar vitni um.40
Tilvísanir
1 Sjá t.d. „Váfugl eftir Hall Hallsson“ [auglýsing frá bókaforlaginu Vexti], Dagblaðið Vísir, 17.
október 2008, bls. 17. Tekið skal fram að tilvitnuð orð standa líka á kápu Váfugls.
2 Sjá Richard Lee, „Defining the Genre“, Historical Novels Society, https://historicalnovelsociety.
org/guides/defining-the-genre/. Sótt 6. maí 2018.
3 jse, „Frá degi til dags“, Fréttablaðið, 29.nóvember, 2008, bls. 18.
4 Sjá Elysium space, elysiumspace.com Sótt 27. ágúst 2018.
5 Tekið skal fram að á heimasíðu Historical Novels Society nefnir Sarah Johnson að tímarit
þeirra, Historical Novels Review noti ekki bara fimmtíu ára regluna sem fyrr var nefnd heldur
miði við að höfundurinn styðjist fremur við „rannsóknir“ en „persónulega reynslu“, sjá Sarah
Johnson, „Defining the Genre: What are the rules for historical fiction?“, https://historicalno-
velsociety.org/guides/defining-the-genre/defining-the-genre-what-are-the-rules-for-histori-
cal-fiction/. Sótt 15. apríl 2018.
TMM_3_2018.indd 86 23.8.2018 14:19