Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 89
Ve g i r á s t a r i n n a r TMM 2018 · 3 89 Halldór Guðmundsson Vegir ástarinnar þegar Astrid Lindgren heimsótti Mál og menningu Í maí 1985 kom Astrid Lindgren í heimsókn til Íslands. Heimsóknin var í boði kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, en opnunarmynd hennar þetta sinnið var Ronja ræningjadóttir, mynd sem Tage Danielson gerði eftir sögu Astrid. Hún las líka úr verkum sínum í Norræna húsinu og sótti einhverjar veislur sem henni voru haldnar, meðal annars af Ragnhildi Helgadóttur, þáverandi menntamálaráðherra. Því háttaði svo til að Mál og menning var útgefandi Astrid Lindgren á Íslandi á þessum tíma, en þar hafði ég þá verið útgáfustjóri í tæpt ár. Ég átti þó engan þátt í að forlagið gaf hana út, svo var fyrirrennurum mínum fyrir að þakka, Þorleifi Haukssyni, Þuríði Baxter og Silju Aðalsteinsdóttur, en við vorum sannarlega stolt af henni og reyndum að koma verkum hennar á framfæri við íslenska lesendur sem best við gátum. Um þetta leyti var kalda stríðinu í íslenskri menningu ekki lokið og fulltrúum Máls og menningar var hvergi boðið þar sem verið var að heiðra Astrid Lindgren. Sagan segir að hún hafi þó fengið að hitta íslenskan barnabókahöfund í veislu sem skýrði henni í nokkuð ítarlegu máli frá því hvað hann hefði verið þýddur á mörg tungumál, uns þessi kona – hverrar verk má lesa á flestum tungum heims – sneri sér að honum og sagði: „Så har vi hört nok om det.“ Ég hafði hvorki lífsreynslu né döngun í mér til að gera athugasemdir við þetta eða troða mér í einhver samsæti, en hins vegar óskaði Astrid eftir því að koma í heimsókn á sitt íslenska forlag; það var vandfundinn tími til þess í öllum glaumnum en laugardagsmorgunn varð ofan á, og þá kom Astrid Lind- gren á kaffistofuna okkar á Laugavegi 18 og spjallaði við okkur Silju og fleira fólk yfir kaffi og snúðum og sætti ekki tíðindum, fyrir utan að ég minnist þess ekki að heimsókn nokkurs höfundar hafi haft jafn mikil áhrif á mig á mínum útgefandaárum. „Nóttina sem Ronja fæddist drundu þrumur og eldingar leiftruðu yfir fjöllunum, já, það var þvílík þrumunótt að allar óvættir sem bjuggu í Mattí- asarskógi skriðu óttaslegnar í holur sínar og fylgsni“ (upphaf Ronju í þýðingu Þorleifs Haukssonar). Astrid kann flestum höfundum betur að fanga athygli lesenda sinna með fyrstu málsgreininni og halda henni síðan óskertri allt til loka, hvort sem hún er að skrifa skáldsögu fyrir stálpaða unglinga og þaðan af TMM_3_2018.indd 89 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.