Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 95
S í ð a s t a b r é f i ð TMM 2018 · 3 95 ég veit hvað þér er kalt). Þegar þessi minning rifjaðist upp fyrir mér varð jafnframt svo átakanlega ljóst að þessi vetur, þessir dagar, þessi neyð – þetta voru bestu en jafnframt hinstu hamingjustundirnar sem féllu okkur í skaut. Sérhver hugsun snýst um þig. Hvert tár og bros mitt – þitt. Ég er þakklát fyrir hvern dag og hverja stund í þessu nöturlega lífi sem við áttum saman, vinur minn, förunautur minn, blindi leiðsögumaðurinn minn … Eins og blindir hvolpar hjúfruðum við okkur hvort upp að öðru og þá leið okkur vel. Þitt þjakaða, sóttheita höfuð og allt brjálæðið; hvernig við brenndum kertið í báða endana. Hvílík hamingja – og við vissum það allan tímann, að einmitt þetta væri hún. Lífið er langt. Hvað það er langdregið og erfitt að deyja einsamall – ein. Við vorum óaðskiljanleg – eru þetta virkilega örlög okkar? Áttum við – hvolpar, börn – eða þú – engillinn – þau skilið? Allt heldur áfram sinn vanagang. Ég veit ekkert lengur. Samt veit ég allt, sérhver dagur og sérhver stund í lífi þínu – líkt og í óráði hefur það allt staðið mér skýrt og ljóslifandi fyrir hug- skots sjónum. Þú birtist mér á hverri nóttu í draumi, ég spurði þig ávallt sömu spurningar: hvað gerðist? en þú svaraðir ekki. Síðasti draumurinn: Við subbulegt hlaðborð á sóðalegu hóteli leita ég að einhverju ætilegu. Innan um bláókunnugt fólk greiði ég fyrir matinn en hef síðan enga hugmynd um hvert ég eigi að fara með hann, því ég veit ekki lengur hvar þú ert. Ég vaknaði og sagði við Shúra: Osja er dáinn. Veit ekki hvort þú ert á lífi eða ekki, en upp frá þessu týndi ég slóð þinni. Ég veit ekki lengur hvar þú ert. Heyrirðu í mér? Veistu, hve heitt ég elska þig? Ég get ekki sagt þér, hve heitt ég elska þig. Ég get það ekki einu sinni á þessari stundu. Orð mín eru þér og þér einum ætluð. Þú ert eina ástin mín, og ég – ég sem var svo villt og brjáluð og gat aldrei grátið hljóðum tárum – ég græt, ég græt og ég græt. Þetta er ég – Nadja. Hvar ert þú? Farvel. Nadja. Tilvísanir 1 „Síðasta bréfið“ slær botninn í annað bindi endurminninganna, sjá Nadezhda Mandelshtam, Vtoraja kníga: Vospomínaníja (Moskva: Moskovskí rabotsjí, 1990[1972]), bls. 501–502. Í enskri þýðingu Max Haywards nefnast fyrstu tvö bindin. Hope Against Hope og Hope Abandoned. Þess má geta að nadezhda merkir von á rússnesku. TMM_3_2018.indd 95 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.