Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 99
S a m e f l í n g í s l e n s k r a r l i s t a r í 9 0 á r TMM 2018 · 3 99 Kolbrún Halldórsdóttir Sameflíng íslenskrar listar í 90 ár Bandalag íslenskra listamanna stofnað 6. september 1928 Þann 6. september sl. voru 90 ár liðin frá stofnun Bandalags íslenskra lista- manna. Yfirskrift þessarar greinar er tilvísun í ræðu sem Halldór Laxness flutti vorið 1950 við setningu þriðja listamannaþingsins sem Bandalag íslenskra listamanna gekkst fyrir. Það var haldið í Þjóðleikhúsinu þegar einungis voru liðnir örfáir dagar frá vígslu hússins og stóð yfir í heila viku. Fáir hafa orðað betur hlutverk listanna í samfélaginu en Halldór og verða tilvitnanir í þessa sömu ræðu því notaðar sem millifyrirsagnir í því sem á eftir kemur. … slík sameflíng íslenskrar listar í einu þíngi takmörkuðu af stað og tíma var ekki vígi reist til bráðabirgða til að verjast stundlegum áróðri gegn list og listamönnum, heldur liðskönnun vor sjálfra listamanna, tilraun til að bera fram áþreifanleg rök nokkur, og eftilvill ekki hin veigaminstu, sem réttlætt gætu sjálfstæði Íslands … Það er margt í sögu Bandalags íslenskra listamanna, BÍL, sem áhugavert og fræðandi væri að rýna í þegar því er fagnað að 90 ár eru liðin frá stofnun þess. Grein þessari er þó ekki ætlað það hlutverk heldur er meiningin að draga upp eins konar augnabliksmynd af starfi Bandalagsins og horfa til framtíðar með því að beina sjónum að málefnunum sem þessi heildarsamtök listamanna hafa sett á oddinn undanfarin ár og kanna þann árangur sem náðst hefur í áralangri baráttu fyrir bættu starfsumhverfi listafólks. Af mörgu er að taka enda koma listamenn víða við og málefni listanna varða ólíka málaflokka samfélags og stjórnsýslu. En þó sýn listafólks á þróun mála í listageiranum sé skýr og þó ýmis framfaraskref hafi verið stigin fyrir tilstilli Bandalagsins þá er ævinlega fjöldi mála í deiglu hjá aðildarfélögunum eins og vera ber í samfélagi sem byggir á skapandi samtali stjórnvalda og atvinnulífs. Efni greinarinnar tekur aðallega mið af áherslum í starfi BÍL þann tíma sem greinarhöfundur gegndi starfi forseta, árabilið 2010 til 2018. Ég veit ég þarf ekki að fjölyrða um það í hópi listamanna og listelskra, hvað íslenska þjóðin hefur afrekað í list á liðnum öldum, þó ytri ástæður hafi valdið því að þau afrek voru unnin mestmegnis í einni listgrein, né hverja lífsorku þessi þjóð hefur sótt í listir frá upphafi. TMM_3_2018.indd 99 23.8.2018 14:19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.