Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 100
K o l b r ú n H a l l d ó r s d ó t t i r 100 TMM 2018 · 3 BÍL er bandalag félaga listamanna í hinum ýmsu listgreinum, sem hefur þann tilgang fyrst og fremst að styðja vöxt og viðgang íslenskra lista, bæði innanlands og utan, auk þess að gæta hagsmuna íslenskra listamanna og efla samvinnu þeirra innbyrðis. Þessu starfi sinnir BÍL með reglulegum fundum stjórnar, þar sem eiga sæti formenn þeirra 15 fagfélaga sem nú eiga aðild að Bandalaginu, auk árlegs aðalfundar þar sem fjallað er um starfsáætlun komandi árs og kosið um mikilvægustu stefnumál. Grundvöllur samstarfsins er svo mat á sameiginlegum hagsmunum listamanna úr öllum listgreinum, sem stjórnin kemur sér saman um á hverjum tíma. Það er ekki fjarri lagi að beina sjónum fyrst að tengslum listanna og atvinnulífsins almennt, því sem sameinar og því sem aðgreinir. Auðvitað er eðlilegt að málefni listafólks séu rædd í samhengi við málefni annarra starfs- greina í samfélaginu, þó eðli þeirra starfa sem listamenn inna af hendi við listsköpun sé nokkuð ólíkt þeim störfum sem mæld eru með hefðbundnum mælistikum vinnumarkaðarins. Mögulega hefur sá eðlismunur torveldað listamönnum og hönnuðum að koma málefnum sínum á dagskrá hjá öfl- ugum samtökum atvinnulífsins á borð við Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins, en á seinni árum hefur BÍL leitast við að byggja brýr til slíkra heildarsamtaka með það að markmiði að styrkja stöðu listafólks í atvinnu- legu tilliti. Það liggur ekki alveg beint við af ýmsum ástæðum, t.d. leggja listamenn stund á list sína ýmist sem launamenn hjá stórum sem smáum atvinnurekendum, sem oft eru opinberir aðilar (leikhús, listasöfn, sinfóníu- hljómsveitir og skólar), eða þeir reka sín eigin fyrirtæki og eru jafnvel með fjölbreytt starfslið á launaskrá, en sennilega eru flestir þeirra einyrkjar og selja vinnu sína sem verktakar á eigin kennitölu. Þess eru raunar dæmi að listamaður sé allt þetta í senn, launþegi, atvinnurekandi og einyrki, sem krefst nokkurrar fimi við ársuppgjör og skattskil eins og gefur að skilja, en listafólk kvartar ekki undan því heldur beitir sinni skapandi hugsun og tekst á við áskoranirnar sem þetta skapar. Ég held að ekki sé hægt að vera listamaður og búa í lausu lofti, í menníngarlegu tómi. Auðvitað taka einstök fagfélög listamanna þátt í samtali þeirra sem í daglegu tali kallast „aðilar vinnumarkaðarins“. Það samtal hefur þróast á umliðnum árum við það að flest fagfélögin eiga nú aðild að heildarsamtökum háskóla- menntaðra á vinnumarkaði – BHM, enda fer listmenntun fram í háskólum þar sem gerð er krafa um þriggja ára grunnnám auk tveggja ára í sérhæfingu á meistarastigi. En það er ekki bara keppikefli fyrir samtök listamanna að eiga í góðu sambandi við hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, það er ekki síður mikilvægt að byggja brýr til stjórnvalda, jafnt á landsvísu sem á sveitarstjórnarstigi. Þar er líklega fólgin mikilvægasta ástæða þess að BÍL var stofnað á sínum tíma og þó sú brúarsmíð hafi staðið sleitulaust í 90 ár þá er henni ekki lokið, enda er það ekki markmið í sjálfu sér því samskiptabrú af því tagi sem hér um ræðir er lífræn smíð og þarf að vera í TMM_3_2018.indd 100 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.