Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 100
K o l b r ú n H a l l d ó r s d ó t t i r
100 TMM 2018 · 3
BÍL er bandalag félaga listamanna í hinum ýmsu listgreinum, sem hefur
þann tilgang fyrst og fremst að styðja vöxt og viðgang íslenskra lista, bæði
innanlands og utan, auk þess að gæta hagsmuna íslenskra listamanna og efla
samvinnu þeirra innbyrðis. Þessu starfi sinnir BÍL með reglulegum fundum
stjórnar, þar sem eiga sæti formenn þeirra 15 fagfélaga sem nú eiga aðild
að Bandalaginu, auk árlegs aðalfundar þar sem fjallað er um starfsáætlun
komandi árs og kosið um mikilvægustu stefnumál. Grundvöllur samstarfsins
er svo mat á sameiginlegum hagsmunum listamanna úr öllum listgreinum,
sem stjórnin kemur sér saman um á hverjum tíma.
Það er ekki fjarri lagi að beina sjónum fyrst að tengslum listanna og
atvinnulífsins almennt, því sem sameinar og því sem aðgreinir. Auðvitað er
eðlilegt að málefni listafólks séu rædd í samhengi við málefni annarra starfs-
greina í samfélaginu, þó eðli þeirra starfa sem listamenn inna af hendi við
listsköpun sé nokkuð ólíkt þeim störfum sem mæld eru með hefðbundnum
mælistikum vinnumarkaðarins. Mögulega hefur sá eðlismunur torveldað
listamönnum og hönnuðum að koma málefnum sínum á dagskrá hjá öfl-
ugum samtökum atvinnulífsins á borð við Samtök atvinnulífsins og Samtök
iðnaðarins, en á seinni árum hefur BÍL leitast við að byggja brýr til slíkra
heildarsamtaka með það að markmiði að styrkja stöðu listafólks í atvinnu-
legu tilliti. Það liggur ekki alveg beint við af ýmsum ástæðum, t.d. leggja
listamenn stund á list sína ýmist sem launamenn hjá stórum sem smáum
atvinnurekendum, sem oft eru opinberir aðilar (leikhús, listasöfn, sinfóníu-
hljómsveitir og skólar), eða þeir reka sín eigin fyrirtæki og eru jafnvel með
fjölbreytt starfslið á launaskrá, en sennilega eru flestir þeirra einyrkjar og
selja vinnu sína sem verktakar á eigin kennitölu. Þess eru raunar dæmi að
listamaður sé allt þetta í senn, launþegi, atvinnurekandi og einyrki, sem
krefst nokkurrar fimi við ársuppgjör og skattskil eins og gefur að skilja, en
listafólk kvartar ekki undan því heldur beitir sinni skapandi hugsun og tekst
á við áskoranirnar sem þetta skapar.
Ég held að ekki sé hægt að vera listamaður og búa í lausu lofti, í menníngarlegu tómi.
Auðvitað taka einstök fagfélög listamanna þátt í samtali þeirra sem í daglegu
tali kallast „aðilar vinnumarkaðarins“. Það samtal hefur þróast á umliðnum
árum við það að flest fagfélögin eiga nú aðild að heildarsamtökum háskóla-
menntaðra á vinnumarkaði – BHM, enda fer listmenntun fram í háskólum
þar sem gerð er krafa um þriggja ára grunnnám auk tveggja ára í sérhæfingu
á meistarastigi. En það er ekki bara keppikefli fyrir samtök listamanna að
eiga í góðu sambandi við hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda,
það er ekki síður mikilvægt að byggja brýr til stjórnvalda, jafnt á landsvísu
sem á sveitarstjórnarstigi. Þar er líklega fólgin mikilvægasta ástæða þess
að BÍL var stofnað á sínum tíma og þó sú brúarsmíð hafi staðið sleitulaust
í 90 ár þá er henni ekki lokið, enda er það ekki markmið í sjálfu sér því
samskiptabrú af því tagi sem hér um ræðir er lífræn smíð og þarf að vera í
TMM_3_2018.indd 100 23.8.2018 14:19