Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 107
H u g v e k j u r TMM 2018 · 3 107 Atburðurinn á Kjarvalsstöðum sýnir, á hve hálan ís afstaða íslenzkra stjórnvalda til fjölmiðla er komin. Hingað til hefur þessa einkum gætt gagnvart íslenzkum fjölmiðlum. Sjálfur forsætisráðherrann gaf þá fasistísku yfirlýsingu í sjónvarpinu um daginn, að íslenzkir fjölmiðlar ættu ekki að afla sér upplýsinga hjá brezkum aðilum. Forsætisráðherra telur, að íslenzk stjórnvöld hafi rétt á að ritskoða upplýsingar og velja það, sem þeim hentar, til birtingar í íslenzkum fjölmiðlum. Þessi stefna er fengin að láni hjá austantjaldsríkjunum og öðrum einræðis- og alræðisríkjum. Þegar þessari stefnu er beitt á heimamarkaði, er hægt að líta hana mildum augum sem heimilisböl Íslendinga, er vari aðeins meðan forsætisráðherrann og blaðafulltrúinn eru við völd. Engin lög banna þeim fjölmiðlum, sem vilja gæta virðingar sinnar, að afla sér upplýsinga úr sem flestum áttum og neita að hlusta á blaðafulltrúann einan. Þegar stefnan er hins vegar orðin útflutningsvara, er málið orðið alvarlegra. Þá stórskaðar hún málstað Íslands á erlendum vettvangi. Fjölmiðlar í lýðræðisríkjum Vesturlanda fara að taka upplýsingum íslenzkra stjórnvalda með vaxandi varúð, auk þess sem þeir freistast til að telja, að lýðræðið á Íslandi standi á fremur lágu stigi. Þarna er stríðsmaðurinn Jónas lifandi kominn þótt undirskriftina vanti og má geta sér þess til að stjórn blaðsins og eig- endur hafi fengið orð í eyra frá yfirvöld- um. Eitt er víst: frá og með þessum leið- ara merkir hann sína. Þessi leiðari er líka til marks um annað helsta baráttu- mál Jónasar alla tíð, baráttuna fyrir raunverulegu frelsi fjölmiðla undan afskiptum stjórnvalda. Hitt aðalbaráttumálið var, eins og áður var ýjað að, aðgengi almennings að ódýrari mat en hér var – og er – að hafa. Á þessu sviði má vel kalla hann bylting- armann enda var takmarkið betri kjör alþýðu. Hann var áhrifamesti talsmaður íslenskra neytenda áratugum saman. Til að rifja upp hörku hans og orðkynngi fylgir hér á eftir einn þeirra leiðara sem ollu brottrekstri hans frá Vísi 1975 sem aftur leiddi til stofnunar Dagblaðsins. Leiðari Vísis 7. maí 1975: Sjálfsafgreiðslan mikla Enginn þrýstihópur í efnahagskerfinu hefur náð þvílíkum árangri sem þrýstihópur landbúnaðarins. Forsvarsmönnum þessarar sögufrægu atvinnugreinar hefur tekizt að ná hinu bezta úr hinum mörgu tækjum ríkisins til að hafa áhrif á gang efnahagsmála. Landbúnaðurinn er ekki í miðri þráskák þrýstihópanna eins og sjávarútvegurinn. Forustumönnum landbúnaðarins hefur tekizt að lyfta landbúnaðinum upp úr þessari þráskák. Fyrirgreiðsla hins opinbera til handa landbúnaðinum er orðin svo að segja alveg sjálfvirk. Bændur fá sjálfvirk afurðalán út á framleiðslu sína, hversu mikil sem hún er. Allar afurðir þeirra eru sjálfkrafa keyptar af þeim á verði, sem tryggir þeim ákveðnar lágmarkstekjur í samanburði við ýmsar aðrar stéttir þjóðfélagsins. Þeir geta því aukið búrekstur sinn án nokkurra markaðsáhyggja. Hið sama er uppi á teningnum í fjárfestingu í landbúnaði. Ef bóndi vill stækka tún sin, lengja girðingar eða byggja útihús, fær hann styrki og lán með sjálfvirkum hætti. Landbúnaðurinn er eini stóri atvinnuvegurinn, sem nýtur beinna styrkja. Og lánakjör hans eru að mörgu leyti enn hagstæðari en lánakjör útgerðarinnar, einkum að því er varðar vexti og lánstíma. Engin arðsemisjónarmið liggja til grundvallar þessari fyrirgreiðslu. Þrýstihópi landbúnaðarins hefur tekizt að gera síaukna landbúnaðarframleiðslu að almennu trúaratriði. TMM_3_2018.indd 107 23.8.2018 14:19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.