Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 109
H u g v e k j u r TMM 2018 · 3 109 Það voru matur og vín. Jónas hafði oft orðið þess var á hinum ýmsu ferðum sínum á fundi og ráðstefnur með erlendum starfsbræðrum að mikið var talað um mat og vín og stundum af allnokkurri þekkingu, þegar menn sátu saman að kvöldi að lokinni dagskrá. Jónas byrjaði á vínunum. Hófst nú mikil rannsóknarvinna á öllu er að vínum sneri, þar með talinni ræktun vínberja og framleiðslu vína í öllum helstu vínræktarhéruðum heimsins. Jónas heimsótti flesta þessa staði og kynnti sér framleiðsluna í öllum atriðum. Sneri sér síðan að ríkisrekinni einkasölu vína hér á landi. Skoðaði af mikilli nákvæmni víninnkaup og sölu ÁTVR á vínum og þótti ekki mikið til koma. Ekki væri unnið þar af nægilegri nákvæmni og þekkingu á verkefninu. Hófst þá vínsmökkunin. Fór sú athöfn fram á heimili þeirra Kristínar að Fornuströnd á laugardögum kl 16, í einn vetur. Rannsakaðar eru fimm tegundir af rauðvíni og fimm af hvítvíni í hvert skipti. Vínin sett á borð og hólkur yfir hverja flösku svo smakkarar sæju ekki tegundarheiti. Þá fékk hver þátttakandi sérstök eyðublöð sem Jónas hafði útbúið og látið prenta, þar sem menn skyldu gefa hinum ýmsu eiginleikum vínanna einkunnir. Þetta var mikil nákvæmnisvinna og fylgdu auðvitað með litlar fötur, sem þátttakendur skyldu spýta í, svo ekki þyrfti að kyngja þessum ósköpum með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Við hjónin entumst í nokkur skipti við þessa iðju en þá komu aðrir vinir í okkar stað. Árangur þessa framtaks varð auðvitað sá að innkaupastefna ÁTVR breyttist til hins betra, enda birti ritstjórinn árangur smakksins jafnóðum í blaði sínu. Hefur ÁTVR síðan haft á að skipa færustu sérfræðingum í vínum, bæði við innkaup og afgreiðslu. Og fullyrða má að þetta framtak Jónasar hafði raunveruleg áhrif á möguleika kaupenda til að fá boðleg vín á boðlegu verði í vínbúðunum. Næst sneri Jónas sér að matar- og veitingahúsamenningunni. Tók að kynna sér allt er laut að matseld og framreiðslu á mat í veitingahúsum borgarinnar. Gekk að þessu verki með sama hætti, þ.e. mikilli elju og ástríðu. Birti síðan niðurstöður sínar jafnóðum í sérstökum þáttum um veitingahús í blaði sínu. Hef ég fyrir því traustar heimildir að mikill titringur hafi orðið í eldhúsum veitingahúsanna þegar fréttist af Jónasi og frú í salnum. Eitt nýopnað veitingahús í miðborginni fékk slíka útreið hjá ritstjóranum að eigendur kusu að loka staðnum og byrja upp á nýtt síðar, undir öðru nafni. Nú sneri Jónas sér að ferðabókum í samstarfi við Þorstein heitinn Thorarensen bókaútgefanda og fyrrum samstarfsmann á Vísi. Tók Jónas til við að kynna sér öll bestu hótel og veitingastaði í helstu stórborgum heimsins. Svo og alla þekkta staði viðkomandi borgar sem vert væri fyrir ferðamenn að skoða. Þetta var viðamikið verk og urðu af margar bækur í handhægu broti og vel myndskreyttar. Allar myndir í bókunum tók Kristín Halldórsdóttir, eiginkona Jónasar. Þakklátir íslenskir ferðamenn tóku þessum bókum mjög vel og hafa þær verið endurprentaðar og endurútgefnar um nokkurra ára skeið. Þegar þarna var komið sögu höfðu þau Jónas og Kristín snúið sér að hestamennsku, að áeggjan okkar Auðar Eydal, konu minnar. Þegar Jónas hafði keypt nokkra reiðhesta og hesthús í Víðidal tók hann til við að kynna sér ættir og uppruna hrossa sinna. Ekki lét hann þar við sitja heldur hóf að kynna sér og rannsaka ættir og uppruna allra helstu gæðinga landsins, bæði ræktunarmera og stóðhesta. Hófst þar með nýr kafli í starfi vísindamannsins Jónasar Kristjánssonar. Og enn voru verk hans gefin út á prenti. Um a.m.k. tíu ára skeið var gefinn út eftir hann fjöldi mikilla bóka um ættir og uppruna íslenskra hrossa með nákvæmum ættartölum og fjölda fallegra mynda. Hefði slík rannsóknarvinna, ein og sér, örugglega þótt boðlegt ævistarf venjulegra manna. Sem Jónas var auðvitað ekki. TMM_3_2018.indd 109 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.