Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 110
H u g v e k j u r
110 TMM 2018 · 3
Þau hjón tóku nú að stunda ferðalög á
hestum um hálendi Íslands. Fannst Jónasi
þá sárlega vanta heildstæðar upplýsingar
um reiðleiðir á Íslandi, bæði að fornu og
nýju. Og nú hófst vinna við að rannsaka
öll finnanleg gögn um reiðleiðir og koma í
aðgengilegt form. Afrakstur þeirrar vinnu
varð mikil bók, mörghundruð blaðsíður
í stóru broti, með nákvæmum kortum og
öllum fáanlegum upplýsingum um 1001
reiðleið á Íslandi, allt frá landnámi til
okkar daga. Mun sú bók lengi í hávegum
höfð af íslenskum hestamönnum.
Ég hef kosið að fjalla hér um aðra hlið
á Jónasi Kristjánssyni ritstjóra en þá sem
þekktari er, þ.e. blaðamennskuna. Munu
örugglega einhverjir starfsbræður hans
eða systur gera þeim málum skil. Við
Auður viljum að lokum þakka Jónasi
Kristjánssyni fyrir langa samfylgd, allt
frá árinu 1959, eins og áður sagði. Einnig
konu hans Kristínu, sem kom inn í
hópinn nokkrum árum síðar, en hún lést
fyrir tveimur árum. Kristín var náinn
samstarfsmaður Jónasar alla tíð.
Hiklaus og djarfur
Árið 1996 var ég ráðin til að sjá um
menningarefni á DV. Þá urðum við
Jónas Kristjánsson samstarfsmenn.
Hann var ekki alltaf auðveldur í sam-
vinnu en ævinlega var hann réttsýnn og
skarpur í athugunum. Hann tvínónaði
heldur ekki við að taka róttækar ákvarð-
anir ef honum þótti nauðsyn krefja. Um
það skal tilgreint eitt dæmi.
Árið 2000 gerðist það í fyrsta skipti
að konur voru í meirihluta þeirra sem
hlutu Menningarverðlaun DV. Að venju
birtist mynd af hópnum framan á blað-
inu daginn eftir afhendinguna en þegar
Jónas kom í vinnuna og skoðaði forsíð-
una sem var í vinnslu kom í ljós að
félagar eins verðlaunahafans höfðu lent
inni á myndinni með henni þannig að
kynjahlutfallið raskaðist. Jónas fok-
reiddist, því hann var sérstaklega sáttur
við þessa athyglisverðu niðurstöðu, og
skipaði ljósmyndara á morgunvakt að
breyta myndinni: eyða út af henni þeim
sem ekki áttu að vera þar. Þetta var
tæknilega sama aðferð og Stalín notaði á
sínum tíma til að afmá Trotský af
myndum en að því leyti vandaðri að
Jónas lét færa hina til svo að ekki sæjust
ummerki. Þar standa fjórar konur og
þrír karlar með verðlaunagripi sína eins
og rétt og skylt var. Jónas vildi alltaf
hafa það sem sannara reyndist.
Einar Már Jónsson
Augnablikið
Ég sat í skrifstofunni minni í djúpum
hugleiðingum og einblíndi á vandamál
sem farið var að sækja á mig svo mjög
að fátt annað komst að: Augnablikið,
eðli þess og stöðu í veröldinni og svo
um leið tilveru þess, eða tilveruleysi.
Heimspekingar hafa sagt að fortíðin sé
liðin og ekki lengur til, framtíðin sé
ókomin og ekki til ennþá, og því sé ekk-
ert raunverulegt nema Augnablikið eitt,
en það sé hins vegar svo stutt að svo til
ógerningur sé að festa hendur á því, – og
því meir sem reynt sé því meir virðist
það renna manni úr greipum. Verður
kannske að takmarka það við eitt tíma-
atóm, eða er hægt að teygja það upp í
tíma-mólekúl? Er það kannski eins og
glampi af rafeind í glerhylki fullu af
þoku? Ef þetta er hinn eini raunverulegi
tími er hann býsna þunnur þrettándi og
lítil ástæða til að gera sér rellu út af
honum, en hvað er þá eftir af raunveru-
leikanum sjálfum, hlýtur hann þá ekki
að leysast upp? Í skrifstofunni var stein-
hljóð þótt glugginn væri opinn. Ég
horfði á glansandi hvítt píanóið til
hægri, troðfullar bókahillurnar fyrir
TMM_3_2018.indd 110 23.8.2018 14:19