Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 112

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 112
H u g v e k j u r 112 TMM 2018 · 3 vafalaust átt við um örskotsstund á sumardegi þegar í loftinu liggur aðeins ró og friður, og hver og einn fylgir sínu meðvitundarstreymi, meira og minna upphátt, en svo eru líka örlagastundir þegar stórviðburðir eru á seyði og brjót- ast inn í stundlega tilveru manna. Hafa slík Augnablik ekki ljósa merkingu? Eru þau ekki eins og myndræn opinberun sem varpað er á tjald? Dæmi um slíkar stjörnustundir eru vitanlega fólkorustur þegar örlög ríkja eru í húfi, svo sem bardaginn í Waterloo. Þangað sendi nú Stendhal söguhetju sína Fabrice í skáldverkinu Klaustrið í Parma, kastar honum eigin- lega út á vígvöllinn. Og hver er nú upp- lifun unga mannsins? Hann ríður um í hópi annarra riddaraliða, er illa haldinn og argur út af öllum þessum hávaða. Hann heyrir félaga sína æpa af fögnuði: „Rauðu fötin! Rauðu fötin!“ og skilur það ekki í fyrstu, en sér svo að þeir sem liggja í valnum eru allir klæddir í rautt. Sumir eru aðeins særðir og æpa á hjálp, enginn sinnir þeim, en af einni saman mannúð gætir hann þess að hesturinn setji aldrei hófana á rauð klæði. Einhver kallar og skipar honum að stoppa, hann sér stórvaxinn mann sem er á tali við einhvern annan og bölvar mikið. Hann hefur enga hugmynd um hver þar kunni að vera, en honum er sagt að þetta sé Ney marskálkur, og hann gleymir blóts- yrðunum í fögnuði yfir því að sjá þarna allt í einu svona frægan mann. En svo er aftur þeyst af stað, leiðin liggur í átt að plóglendi, Fabrice tekur eftir því að í plógförunum eru undarlegar holur, fylltar af vatni, og svo gýs moldin stundum þrjú eða fjögur fet upp í loftið, en hann er of upptekinn af hugsuninni um stórmennið Ney til að velta því fyrir sér. Hann heyrir óp, tveir hermenn falla en það sem honum finnst hryllilegast er hestur sem liggur á jörðinni og brýst um í sárum sínum með innyflin úti. Um leið kasta hermennirnir sér niður í kringum hann og fara að skríða flatir áfram; þá skilur hann loks að það eru fallbyssukúlur sem þeyta jörðinni upp. Hann reynir að finna út hvaðan þær koma, sér aðeins hvítan reyk í órafjar- lægð, en honum finnst hann heyra skot- hvelli mun nær og allt í kringum hann er samfelldur hávaði. Þá grípur rödd höfundarins inn í frásögnina og hún segir: „Hann skildi ekki nokkurn skap- aðan hlut.“ Semsé: Augnablikið á vígvellinum í Waterloo er jafn ruglingslegt og óskilj- anlegt og Augnablikið á place de la Contrescarpe á hlýjum sumardegi, að breyttu breytanda, að sjálfsögðu. Kannske var Fabrice meira en í með- allagi sljór, þótt sagan um hann bendi svo sem ekki til þess. En sum Augnablik eru þess eðlis, svo yfirgengilega drama- tísk, að þau ættu ekki að fara fram hjá neinum, þau ættu að blasa við um leið, eða svo skyldi maður ætla. Frá einu slíku Augnabliki segir franski blaða- maðurinn Philippe Lançon í nýútkom- inni bók sinni Le lambeau, eða Tætlan, sem vakið hefur mikla athygli. Hann var nefnilega staddur þar sem fæstir vildu verið hafa, á skrifstofu Charlie Hebdo þegar morðárásin var gerð, og slapp lífs af en mikið særður, með neðri kjálkann sundurskotinn. Frásögn hans er hin merkasta, því hann gerir greinar- mun á því sem hann skynjaði og hugsaði meðan atburðirnir gerðust og hinu sem hann verður áskynja síðar. Blaðamaðurinn segir frá því að hann fór að heiman morguninn 7. janúar 2015 og velti því fyrir sér hvort hann ætti að fara fyrst á ritstjórnarskrifstofur Libéra- tion, þar sem hann átti að skrifa leik- dóm, eða fara í leiðinni á vikulegan rit- stjórnarfund Charlie Hebdo, því hann starfaði fyrir bæði blöðin. Hann tók síð- TMM_3_2018.indd 112 23.8.2018 14:19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.