Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 116
H u g v e k j u r
116 TMM 2018 · 3
það ekki of þröngt, aparnir hafa sinn
söng, býflugurnar sína lipurlegu rúmbu,
og eitthvað kyrja hvalirnir í djúpunum.
Nei, það sem skapar sérstöðu Mannsins,
að því best er vitað, er það að hann segir
sögur í tíma og ótíma, hann gerir
reyndar fátt annað, enda er það grund-
völlurinn að tilveru hans sem manns, og
því væri hann réttast nefndur Homo
insipiens fabulator. En þessi hæfileiki,
eða kannski árátta, er beggja handa
járn, það þarf menntun og sérstaka
þjálfun til að henda reiður á þessu öllu.
Því eru sagnfræðingar nauðsynlegir.
Svanur Kristjánsson
Leitin að sann-
leikanum og
íslensk stjórn-
málafræði
Ég man varla eftir mér öðruvísi en með
brennandi áhuga á stjórnmálum, eink-
um íslenskum stjórnmálum, og ákafan í
stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn. Sex-
tán ára gamall gekk ég í Fylki, félag
ungra Sjálfstæðismanna á Ísafirði. Eftir
einn vetur í Menntaskólanum á Akur-
eyri bauð ég mig fram sem formann
skólafélagsins og sigraði eftir velskipu-
lagða kosningabaráttu þar sem vinur
minn – kommúnistinn Guðmundur
Ólafsson – var í lykilhlutverki. Næst var
að fara í lögfræði í Háskólanum – starfa
í Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúd-
enta, setjast að á Ísafirði eftir stúdents-
próf og verða stjórnmálamaður, þing-
maður, jafnvel flokksformaður og for-
sætisráðherra.
Eftir stúdentspróf 1967 fór ég til
Bandaríkjanna í B.A. nám með stjórn-
málafræði sem aðalgrein. Ætlaði að vera
þar í einn vetur.
1967 – Heimsstyrjöldinni lauk ein-
ungis rúmum tuttugu árum áður. Þar
féllu um 50–80 milljónir manna eða 3%
jarðarbúa á þeim tíma. Einn af kennur-
um mínum í stjórnmálafræði var Theo-
dore Mitau. Gyðingur, fæddur 1920; ólst
upp í Berlín en var bjargað til Banda-
ríkjanna fjórtán ára gömlum. Fjölskylda
hans öll fórst í Helförinni þegar nasistar
með samverkafólki í mörgum löndum
myrtu um sex milljónir gyðinga eða um
tvo þriðju allra gyðinga í Evrópu. Mitau
talaði aldrei við okkur í kennslustund-
um um sjálfan sig eða hlutskipti gyðinga
sérstaklega. Megináhersla hans var hins
vegar augljós:
Lýðræðið er alls staðar viðkvæmt.
Öfgaöfl ógna lýðræðinu.
Við verðum ætíð að standa vörð um
mannréttindi allra. Annars er stutt í
vanþróun lýðræðis – jafnvel hrun lýð-
ræðis og réttarríkis.
Sérsvið Mitau í stjórnmálafræði var
greining á hugmyndaheimi stjórnmál-
anna fyrr og síðar; á stjórnmálastefnum
og stjórnmálaflokkum en umfram allt á
þeirri siðfræði sem væri að baki allri
hugmyndafræði. Markmið námsins var
að kenna okkur gagnrýna hugsun og að
takast á við krefjandi spurningar.
Á einu heimaprófinu hjá Mitau kom
eftirfarandi verkefni: „Það er margt líkt
með hugmyndum Marteins Lúthers og
nasista um ríkisvaldið. Fjallið um rökin
með og á móti þessari fullyrðingu. Hver
er þín niðurstaða? Rökstyðjið svarið.”
Að sjálfsögðu var verið m.a. að vekja
athygli á þeirri staðreynd að í kenning-
um Lúthers er að finna sterkan þátt
undirgefni og hlýðni við veraldlegt vald:
Góð stjórnvöld væru blessun frá Guði
og vont yfirvald refsing Guðs fyrir
syndir vorar. Sjálfur tók Lúther virkan
TMM_3_2018.indd 116 23.8.2018 14:19