Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 119
H u g v e k j u r
TMM 2018 · 3 119
kenndu mér margt og þá sérstaklega
Ólafur Ragnar en lengi vorum við tveir
einu kennararnir í stjórnmálafræði.
Ólafur Ragnar sagði oft að við ættum
á hverjum degi að spyrja okkur einnar
spurningar: „Hvers vegna ættu íslenskir
skattborgarar að verja peningum til að
kosta stöður kennara í stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands?“ Við yrðum að
sanna okkur í verki og gera tvennt: Í
fyrsta lagi að vera ekki að finna upp
hjólið heldur leita sannleikans um
stjórnmál samkvæmt viðurkenndum
faglegum vinnubrögðum í alþjóðlegri
stjórnmálafræði. Áherslan ætti að vera á
kenningar í stjórnmálafræði: Að nem-
endur hefðu þekkingu á helstu kenning-
um í stjórnmálafræði og félagsvísindum
almennt, gætu útskýrt stjórnmál fag-
lega. Nemendur öðluðust vald á gagn-
rýnni hugsun, gætu m.a. metið sjálfstætt
hvað þau vissu og hvað þau vissu ekki.
Okkur hefði vel tekist ef nemendur
okkar gætu eftir B.A. próf haldið til
framhaldsnáms í bestu háskólum
heimsins og staðist þær kröfur sem þar
eru gerðar.
Kenningakennslan var fyrst í hönd-
um erlendra kennara en eftir komu Þór-
ólfs Þórlindssonar mótuðum við tveir
námskeið í sígildum kenningum í
félagsvísindum. Ég kenndi um Karl
Marx og Max Weber en Þórólfur um
Emile Durkheim. Samstarf okkar var
gott og gefandi.
Í öðru lagi yrðum við að rannsaka og
kenna um íslensk stjórnmál. Leita sann-
leikans um íslensk stjórnmál. Búa til
fræðilegt námsefni á íslensku fyrir nem-
endur okkar en einnig að verða hluti af
íslenskri menningu í víðum skilningi;
skrifa fræðilega um stjórnmál á
íslensku. Koma rannsóknum á framfæri
í fjölmiðlum – einkum útvarpi. Birta
greinar í ritrýndum íslenskum tímarit-
um. Skrifa bækur.
Ég ákvað því snemma að skrifa fræði-
lega um stjórnmál í íslensk tímarit.
Fyrst í tímaritið Þjóðlíf sem kom út á
árunum 1985–1991. Áskrifendur Þjóð-
lífs voru nærri 11.000 þegar flest var og
tímaritið prentað í 14.500 eintökum. Ég
hef einnig birt greinar í íslenskum tíma-
ritum: Ritinu, tímariti Hugvísindastofn-
unar Háskóla Íslands, Sögu, tímariti
Sögufélagsins og Tímariti Máls og
menningar. Mest hef ég birt í Skírni,
tímariti Hins íslenska bókmenntafélags,
elsta tímariti sinnar tegundar á Norður-
löndum en útgáfa þess hófst 1827.
Ég þurfti mikla aðstoð til að ná að
skrifa fræðilega á góðri íslensku; til að
geta tekið skapandi þátt í íslenskri
menningu. Þá leiðsögn hef ég fengið frá
eiginkonu minni Auði Styrkársdóttur
og frá ritstjórum og nafnlausum ritrýn-
um íslenskra tímarita. Ég nefni sérstak-
lega Þorvald Kristinsson sem titlaður er
prófarkalesari Skírnis en er í reynd
miklu meira. Hann hefur lengi hjálpað
mér með málfar, röksemdafærslu og
heimildanotkun. Gunnar Karlsson pró-
fessor í sagnfræði leiðbeindi mér við
skrif margra greina. Þá er ótalinn Helgi
Skúli Kjartansson prófessor í sagnfræði
sem hefur hreinlega reynst mér ómetan-
legur um efnistök, innihald og frágang
greina. Ég þakka þeim öllum.
Á undanförnum áratugum hef ég
einnig tekið þátt í alþjóðlegum rann-
sóknarverkefnum í stjórnmálafræði og
birt bókarkafla í fræðiritum sem virt
bókaforlög hafa gefið út. Góður stjórn-
málafræðingur þarf nauðsynlega að vera
í senn þjóðlegur og alþjóðlegur – þátt-
takandi í íslenskri menningu og þjóðlífi
en jafnframt virkur í alþjóðlegum rann-
sóknum. Þetta tvennt fer reyndar mjög
vel saman.
Eftir nærri 25 ár í starfi við Háskóla
Íslands varð mér ljóst að ég var á mikl-
TMM_3_2018.indd 119 23.8.2018 14:19