Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 119
H u g v e k j u r TMM 2018 · 3 119 kenndu mér margt og þá sérstaklega Ólafur Ragnar en lengi vorum við tveir einu kennararnir í stjórnmálafræði. Ólafur Ragnar sagði oft að við ættum á hverjum degi að spyrja okkur einnar spurningar: „Hvers vegna ættu íslenskir skattborgarar að verja peningum til að kosta stöður kennara í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands?“ Við yrðum að sanna okkur í verki og gera tvennt: Í fyrsta lagi að vera ekki að finna upp hjólið heldur leita sannleikans um stjórnmál samkvæmt viðurkenndum faglegum vinnubrögðum í alþjóðlegri stjórnmálafræði. Áherslan ætti að vera á kenningar í stjórnmálafræði: Að nem- endur hefðu þekkingu á helstu kenning- um í stjórnmálafræði og félagsvísindum almennt, gætu útskýrt stjórnmál fag- lega. Nemendur öðluðust vald á gagn- rýnni hugsun, gætu m.a. metið sjálfstætt hvað þau vissu og hvað þau vissu ekki. Okkur hefði vel tekist ef nemendur okkar gætu eftir B.A. próf haldið til framhaldsnáms í bestu háskólum heimsins og staðist þær kröfur sem þar eru gerðar. Kenningakennslan var fyrst í hönd- um erlendra kennara en eftir komu Þór- ólfs Þórlindssonar mótuðum við tveir námskeið í sígildum kenningum í félagsvísindum. Ég kenndi um Karl Marx og Max Weber en Þórólfur um Emile Durkheim. Samstarf okkar var gott og gefandi. Í öðru lagi yrðum við að rannsaka og kenna um íslensk stjórnmál. Leita sann- leikans um íslensk stjórnmál. Búa til fræðilegt námsefni á íslensku fyrir nem- endur okkar en einnig að verða hluti af íslenskri menningu í víðum skilningi; skrifa fræðilega um stjórnmál á íslensku. Koma rannsóknum á framfæri í fjölmiðlum – einkum útvarpi. Birta greinar í ritrýndum íslenskum tímarit- um. Skrifa bækur. Ég ákvað því snemma að skrifa fræði- lega um stjórnmál í íslensk tímarit. Fyrst í tímaritið Þjóðlíf sem kom út á árunum 1985–1991. Áskrifendur Þjóð- lífs voru nærri 11.000 þegar flest var og tímaritið prentað í 14.500 eintökum. Ég hef einnig birt greinar í íslenskum tíma- ritum: Ritinu, tímariti Hugvísindastofn- unar Háskóla Íslands, Sögu, tímariti Sögufélagsins og Tímariti Máls og menningar. Mest hef ég birt í Skírni, tímariti Hins íslenska bókmenntafélags, elsta tímariti sinnar tegundar á Norður- löndum en útgáfa þess hófst 1827. Ég þurfti mikla aðstoð til að ná að skrifa fræðilega á góðri íslensku; til að geta tekið skapandi þátt í íslenskri menningu. Þá leiðsögn hef ég fengið frá eiginkonu minni Auði Styrkársdóttur og frá ritstjórum og nafnlausum ritrýn- um íslenskra tímarita. Ég nefni sérstak- lega Þorvald Kristinsson sem titlaður er prófarkalesari Skírnis en er í reynd miklu meira. Hann hefur lengi hjálpað mér með málfar, röksemdafærslu og heimildanotkun. Gunnar Karlsson pró- fessor í sagnfræði leiðbeindi mér við skrif margra greina. Þá er ótalinn Helgi Skúli Kjartansson prófessor í sagnfræði sem hefur hreinlega reynst mér ómetan- legur um efnistök, innihald og frágang greina. Ég þakka þeim öllum. Á undanförnum áratugum hef ég einnig tekið þátt í alþjóðlegum rann- sóknarverkefnum í stjórnmálafræði og birt bókarkafla í fræðiritum sem virt bókaforlög hafa gefið út. Góður stjórn- málafræðingur þarf nauðsynlega að vera í senn þjóðlegur og alþjóðlegur – þátt- takandi í íslenskri menningu og þjóðlífi en jafnframt virkur í alþjóðlegum rann- sóknum. Þetta tvennt fer reyndar mjög vel saman. Eftir nærri 25 ár í starfi við Háskóla Íslands varð mér ljóst að ég var á mikl- TMM_3_2018.indd 119 23.8.2018 14:19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.