Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 131
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 3 131 Og það áréttar Styrmir (bls. 89): „Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar óraði áreiðanlega ekki fyrir því sumarið ’78 að „markaðurinn“ gæti virkað á þennan veg. Þeim var vorkunn. Þeir trúðu á kenningarnar (…)“ En hann á líka til að kveða fastar að orði, og er þá ekki lengur á lágu nótun- um. Hann ber fram spurningu um frjálshyggjumenn: „Eða voru þeir sjálfir innilokaðir í því sem höfundur þessarar bókar kallaði einu sinni „hugmynda- fræðilegt fangelsi öfgafullrar frjáls- hyggju?““ (bls. 34) Styrmir útmálar það svo í sterkum orðum hvernig villugatan leiddi menn áfram út í ógöngur, það var þó ekki the long and winding road, gatan var bein og breið og ekki sérlega löng, og þótt ýmsir sjálfstæðismenn, og kannske einkum og sér í lagi Morgunblaðsmenn, sæju hætturnar mistókust allar tilraunir til að sveigja af leið. „Fall Sambandsins,“ segir ritstjórinn fyrrverandi (bls 62), „gerði það að verk- um að ný „tækifæri“ urðu til í viðskipt- um og þá kom í ljós að einkaframtaks- menn kunnu sér ekki hóf. Um þann veruleika var fjallað í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins hinn 11. marz það ár“ (1990). Hann heldur svo áfram: „Tilefni umfjöllunar Reykjavíkurbréfs var að nokkrum dögum áður hafði verið upp- lýst í Viðskiptablaði Morgunblaðsins að Eimskipafélag Íslands væri tilbúið að kaupa öll fáanleg hlutabréf í Sjóvá- Almennum á áttföldu nafnverði en þá var skráð nafnverð þeirra sexfalt. Í Reykjavíkurbréfinu var því haldið fram að hér ríktu ekki eðlileg fjárfestingar- sjónarmið heldur væri hér á ferð barátta um völd (…)“ (bls. 62–63). En þá gerðist nokkuð undarlegt og skýtur skökku við sitt hvað sem áður hafði verið sagt um ungu kynslóðina: Viðbrögðin urðu hörð frá „ráðandi öflum“ í viðskiptalífinu í Reykjavík. En athygli vakti, alla vega á ritstjórn Morg- unblaðsins, að uppreisnarmenn frjáls- hyggjunnar frá sumrinu ’78 gengu ekki í lið með blaðinu til þess að standa vörð um hugsjónir einkaframtaks og frjálsrar samkeppni, heldur þögðu flestir, en einn og einn gætti þess að forráðamenn Eim- skips vissu af vanþóknun þeirra á þessum skrifum (bls. 64). Á sama tíma fjallaði blaðið um kvóta- kerfið og gerði kröfur um auðlindagjald fyrir nýtingu fiskimiðanna. Það leiddi til þess „að næstu árin stóð yfir heilagt stríð milli blaðsins og tveggja helztu máttarstólpa Sjálfstæðisflokksins, útgerðarinnar og viðskiptalífsins“. Rit- stjórarnir voru kallaðir verstu ónefnum, þeir væru „sósíalistar“ eða jafnvel „síð- ustu sósíalistarnir“ (þetta var vitanlega laukrétt, a.m.k. hvar Styrmi snerti). Hér voru ritstjórar Morgunblaðsins að því er virðist raddir hrópendanna í eyðimörk frjálshyggjunnar, en ráða- menn flokksins höfðu ráð til að tjónka við yfirgang kapítalista við einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja. Samt komu þá upp hnökrar sem gerðu þau ráð að engu (bls. 73): Þeir hnökrar sneru að sölu á 49% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins (FBA). Í stað þess að sú eignaraðild yrði dreifð eins og Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, hafði boðað í samtali við Morgunblaðið 8. ágúst 1998 tókst bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum að eignast þann hlut að verulegu leyti með viðskiptum með kennitölur, sem var nýjung á Íslandi og seldu hann síðan aftur einkaaðilum með verulegum hagnaði en viðskiptin að sjálfsögðu fjár- mögnuð að miklu leyti af seljendum. Hér var kominn vísir að þeim vinnubrögðum sem áttu eftir að móta og einkenna fjár- mála- og viðskiptalíf á Íslandi fram að hruni. TMM_3_2018.indd 131 23.8.2018 14:19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.