Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 133

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 133
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 3 133 47), og það fór sínu fram í einu og öllu, í viðskiptum á mörkum lagaramma og í persónulegum lífsstíl. Almenningi ofbauð þetta peningaflóð og þetta hömlulausa ríkidæmi með lúxusvillum, einkaþotum og uppstertri sýndar- mennsku. Það var hálfgert feimnismál hvaðan allir þessir peningar kæmu, en svo fréttist að uppsprettan væri að veru- legu leyti ódýr lán, sem þá var nóg af, upprunnin úr Asíu, og væru svo endur- greidd með öðrum lánum. Sú saga sem Styrmir segir er afskap- lega skýrt og rökrétt ferli, ungir menn komu fram með hugmyndir sem virtust vera hugsjónir Sjálfstæðisflokksins í nýjum og betri búningi, og farið var að hrinda þeim í framkvæmd en án þess að gæta þess hvort réttar forsendur væru fyrir því á Íslandi, hvort þær væru í rauninni framkvæmanlegar. Svo reynd- ist ekki vera, og þá stóðu frjálshyggju- menn uppi sem fávísir lærisveinar galdrameistarans Hayeks, en án þess að nokkur kynni galdraþuluna sem gæti skakkað leikinn (enda með öllu óvíst að Hayek hefði kunnað hana sjálfur). Í allri sinni frásögn tekur Styrmir á Sjálfstæð- isflokknum með mjúkum silkihönskum, og það kemur einnig fram í því að hann tíundar vendilega ábyrgð annarra flokka á því sem gerðist, það var vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar sem tók ómakið af frjálshyggjumönnum með því að leyfa framsal veiðiheimilda án gjalds, og dró lokurnar frá flóðgáttum pening- anna, og svo var Sjálfstæðisflokkurinn aldrei einn í stjórn, hann var í samstarfi við aðra flokka sem dönsuðu með í frjálshyggjuballettinum. Margt af þessu má til sanns vegar færa, en svo má líta á aðra hlið málsins sem er kannske ekki eins slétt og þjál og heldur ekki alltaf rökrétt. Til að leiða hana í ljós er ekki úr vegi að hafa til hliðsjónar tvær aðrar nýútkomnar bækur, Allt kann sá er bíða kann, æsku- og athafnasaga Sveins R. Eyjólfssonar, sem Silja Aðalsteinsdóttir skrásetti (Mál og menning 2017), og Í liði forsætisráð- herra eða ekki eftir Björn Jón Bragason (Heimur 2017). Upphaf þessa máls er stefna og hlut- verk Sjálfstæðisflokksins sem einungis Styrmir skilgreinir, enda láta bæði Björn og Sveinn við það sitja að lýsa yfir stuðningi sínum við hugsjónir flokksins: „Ég er sjálfstæðismaður af hugsjón en hef ekki talið mig skuldbundinn flokkn- um eða einstökum forystumönnum hans,“ segir Björn (bls. 13), og Sveinn segir um sig og samstarfsmenn sína í Frjálsri fjölmiðlun: „Við vorum og erum sjálfstæðismenn af lífsskoðun en töldum okkur ekki þar með skuldbundna for- ingjum flokksins,“ (bls. 309). En það sem Styrmir hefur til þessara mála að leggja sýnist mér allt satt og rétt svo langt sem það nær; með velferðarstefnu sinni greindi Sjálfstæðisflokkurinn sig skýrt frá venjulegum íhaldsflokkum sem oftsinnis hafa barist gegn öllum velferðarmálum með kjafti og klóm. Þessa stefnu má réttilega kenna við „hægri kratisma“ án þess að nokkur niðrandi merking sé lögð í það orð, margur maðurinn hefur orðið hólpinn á sálu sinni fyrir að vera hægri krati. En svo er líka allt önnur hlið á Sjálf- stæðisflokknum, því miður, hana nefnir Styrmir ekki en hún skín út úr frásögn- um Björns og Sveins svo hætt er við að saklaus lesandi fái slæmsku í augun: það er athæfið sem kennt er við „hagsmuna- gæslu“ og felst í því að halda gjöfulli verndarhendi yfir ákveðnum hagsmuna- aðilum og hygla flokksgæðingum í stóru og smáu en láta aðra sitja úti á klakan- um. Ein mikilvæg kraftbirting þess er sú sem almenningur hefur kallað „helmingaskiptaregluna“ (það orð notar Björn, sbr. bls. 58 og bls. 60), en hún TMM_3_2018.indd 133 23.8.2018 14:19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.