Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 136
U m s a g n i r u m b æ k u r 136 TMM 2018 · 3 frjálshyggjumenn spiluðu með Davíðs- megin, af ákafa miklum, þótt það bryti í einu og öllu gegn þeirra eigin kenning- um, því ekki varð á móti mælt að Baug- ur hafði bjannak markaðarins. Þannig voru þeir í raun komnir í tilvistarkreppu líkt því sem armar þeirra væru bundnir við tvo tryllta hesta sem hlypu hvor í sína áttina. Sveinn leiðir í ljós hvernig liðinu var stýrt: Þetta var í eina skiptið sem Davíð Odds- son kom beint framan að hlutunum og hringdi sjálfur til að koma óánægju sinni á framfæri. Það var annars aldrei hans stíll. Hann notaði yfirleitt óbein tilmæli, einhver „reykmerki“ sem menn áttu að skilja og fara eftir. Bað ekki um neitt en ætlaðist til alls. Það tókst í f lestum til- fellum. Blóðhundarnir ruku af stað (bls. 304). Og skömmu síðar hefur hann þetta að segja um „stíl“ leiðtogans: Þeir sem þekkja Davíð vel vita að þetta er sérgrein hans: Hann kemur manninum í gálgann en þegar á að fara að sparka undan honum stólnum þá sker hann manninn úr snörunni! Svona rétt eins og Clint Eastwood … (bls. 305–306). En almenningur fylgdist með í for- undran. Einn af hátindum þessarar meinloku var klúðrið með fjölmiðlalögin, almenn- ingur virtist líta á það sem anga af henni, lögin væru til þess eins gerð að klekkja á Baugi, og því gat brugðið til beggja vona í þjóðaratkvæðagreiðslu um þau. Og þá sá Óli sér færi að lúskra á Dabba í frímínútunum, berja hann fyrir hans skítlega eðli, og það var allt of mikil freisting. Þetta brambolt frá upp- hafi til enda var vafalaust skaðlegt fyrir Baug og þá sem honum tengdust á ein- hvern hátt, svo sem Svein eins og hann rekur sjálfur skýrt og skilmerkilega, það var þó enn skaðlegra fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, sem horfði upp á fylgishrun, en skaðlegast þó fyrir stjórnmálamenn, sem almenningur hneigðist til að líta á sem hagsmunavarðhunda og meinloku- dósir. Af því spratt ekki síst það litla traust sem almenningur bar um síðir til hins háa Alþingis. Það var óheillaþróun. Fleira var þó á bak við þetta allt. Styrmir tíundar ábyrgð hinna svoköll- uðu „vinstri flokka“ á þeirri frjáls- hyggjustefnu sem leiddi til hrunsins. Þar hefur hann lög að mæla, kannske meiri lög en hann gerir sér sjálfur grein fyrir. Það er ein af undarlegustu gátum okkar tíma hvernig svo gat farið að rótgrónir sósíalistar Vesturlanda sneru skyndilega bakinu við sínum gömlu hugsjónum, velferðarríkinu sem þeir höfðu átt mest- an þátt í að skapa, gleyptu frjálshyggj- una með húð og hári, gagnrýnislaust, og tóku þátt í að hrinda henni í fram- kvæmd, með hroka og offorsi. Þetta voru þeirra sögulegu svik; fyrir þau ættu þeir skilið að vera hirtir á blöðum sögunnar, og kannske annars staðar líka, svo sem raunin hefur orðið um sósíalistaflokkinn franska sem virðist vera að leysast upp í þessum skrifuðum orðum. Þetta stuðlaði að því að rugla almenning enn meira í ríminu en ann- ars hefði kannski orðið, það varð mikil hugarfarsbreyting sem höfundarnir þrír víkja að, hver á sinn hátt. Björn segir t.d. þessa sögu (bls 77): „Eyjólfur freistaði þess að gera heiðursmannasamkomulag við Jón og fól honum sjálfdæmi í mál- inu. Jón Ólafsson skildi sjálfdæmi eftir orðanna hljóðan og breytti samningn- um fullkomlega sér í hag. Við svo búið var Eyjólfi ljóst að hér væri á ferðinni ný tegund af viðskiptamanni sem hann ætti ekki að venjast.“ Einnig víkur Björn að annarri hlið þessarar hugarfarsbreytingar, sem var TMM_3_2018.indd 136 23.8.2018 14:19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.