Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 138
U m s a g n i r u m b æ k u r
138 TMM 2018 · 3
Það var og.
En það er vafalaust sannast sagna að
enginn stjórnmálaflokkur hafði neinn
raunverulegan vilja til að gera upp
málin eftir hrunið, til þess voru þeir allt
of samábyrgir. Og að því búum við enn,
enginn hefur gert upp sakirnar við
frjálshyggjuna og „hugarfarsbreyting-
una“. Þeir sem báru mesta ábyrgð höfðu
allt sitt á þurru og þeir sem ekki hanga í
skúmaskotum við að endurrita söguna
ganga um í björtu dagsljósi jafn upp-
stertir og fyrr, fyrir framan nefið á þeim
sem hrunið bitnaði á.
Að lokum er rétt að geta þess að þess-
ar þrjár bækur eru afskaplega vel skrif-
aðar og munu vafalaust koma að góðu
gagni þegar Sturlunga vorra daga verður
letruð. Í þeim eru til dæmis varðveitt til-
svör sem gefa tilsvörum Sturlungu
hinnar fornu ekkert eftir, til dæmis:
„Gefum helvítinu hitaveituvatn.“
„Það mætti hafa einum fleiri rétta á
forsetamatseðlinum.“
„Burt mun skuld. Mig langar í pylsu.“
„Ég er fasteign án leyndra galla.“
„Þú mátt alveg taka myndir, Gunnar,
og senda fjölmiðlum. Bæði hérlendis og í
Bretlandi.“
Úlfhildur Dagsdóttir
Forneskja,
myrkraverk og
ungmenni
Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín
Magnadóttur: Endalokin : Útverðirnir
og Gjörningaveður. Bókabeitan 2016
og 2017.
Árið 2011 hóf göngu sína athyglisverður
íslenskur bókaflokkur sem ber nafnið
Rökkurhæðir. Höfundar eru tveir, Birg-
itta Elín Hassell og Marta Hlín Magna-
dóttir og bækurnar eru nú orðnar níu.
Fyrstu bækurnar tvær voru Rústirnar
og Óttulundur. Föstudaginn 13. apríl
árið 2012 var þriðja bókin gefin út,
Kristófer og sú fjórða Ófriður, kom út
seinna sama ár. Síðan hafa þær birst
árlega, Gjöfin, Vökumaðurinn, Atburð-
urinn, Endalokin : Útverðirnir og loks
Endalokin 2 : Gjörningaveður. Titlarnir
(og tiltekin útgáfudagsetning) ættu að
gefa góðar vísbendingar um hvers eðlis
verkin eru, en þetta eru hrollvekjur, ætl-
aðar unglingum. Hryllingurinn er hæfi-
lega blandaður fantasíu, en höfundarnir
hafa búið til heilan heim, sem þó er ekki
hreinræktaður ævintýraheimur, heldur
frekar einskonar hliðarveruleiki, stað-
settur innan hins íslenska.
Bókaflokkurinn er nefndur eftir
hverfinu Rökkurhæðir, sem var einu
sinni þorp en er nú úthverfi í borginni
Sunnuvík. Í hverfinu er dálítið undarleg
stemning, því á hæðum yfir því eru
rústir háhýsa sem eiga sér einhverja dul-
arfulla sögu, en í inngangi hverrar
bókar er henni lýst svo :
Efst á Hæðinni eru Rústirnar. Áður
var þetta nýjasti angi hverfisins þar sem
TMM_3_2018.indd 138 23.8.2018 14:19