Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 140

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 140
U m s a g n i r u m b æ k u r 140 TMM 2018 · 3 ingamenningar og áhugamála unglinga, tungumálið er hæfilega skotið slettum en aldrei tilgerðarlegt eða þvingað. Þetta kemur vel fram í Endalokabókunum þar sem heilmikið er um samskipti á netspjalli. Sem dæmi má nefna samtal Kristófers og Ragnars Orra um sameig- inlega vinkonu, en sá fyrrnefndi er mik- ill töffari og finnst vinurinn stundum dálítið forn í máli: ROrri: Hún var alveg ferlega leið á leiðinni heim. Held að þetta fái meira á hana en hún lætur uppi Kristó: Skil (held ég, gamlinginn þinn) ROrri: Ef við segjum þá fær hún bara óþarfa áhyggjur og kannski út af engu Kristó: ókei sammála Kristó: heyrðu. Þarf að sofa. sjáumst á morgun. Tékkum kannski á Runólfi þarna í skóginum. Kannski fæst einhver skýring hjá honum ROrri: Ef ég þori … Kristó: Kallinn passar litla sinn :p ROrri: Oohh I feel so safe already! Kristó: GN mín kæra <3 ROrri: gn my hero (Útverðirnir 188) Stíllinn er liðugur og léttur og þess utan eru sögurnar vel upp byggðar og nokk- uð grimmar – hér er ekki verið að vatna hryllinginn út. Þó er líka nóg af húmor í bland við óhugnaðinn sem er sérlega vel gerður, alveg mátuleg blanda af undir- tónum og beinum lýsingum. Fyrstu bækurnar sjö eru allar sjálf- stæðar og þar er smátt og smátt byggð upp óhugnanleg stemning þar sem les- andi kynnist ýmsu af því ótrúlega og hræðilega sem er „á seyði í Rökkurhæð- um“. Síðustu tvær bækurnar má líka lesa án þess að hafa lesið hinar sjö, utan að sú síðasta, Gjörningaveður, er beint framhald Útvarðanna, og þessar tvær verður því að lesa saman. Hver bók gefur lesanda tækifæri til að kynnast þessu hverfi betur og betur og átta sig á umfangi þess og þá sérstaklega áhrifun- um sem hinar dularfullu rústir á hæð- inni hafa á hverfið og íbúa þess. Sögu- persónurnar tengjast líka innbyrðis, enda eru þær allar í sama skóla og þann- ig er vísað til atburða annarra bóka, án þess þó að gefa of mikið upp. Einnig koma við sögu krakkar sem flytja ný í hverfið og þannig er það með Hallgerði, aðalsöguhetju Endalokabókanna. Hún flytur í hverfið í kjölfar þess að móðir hennar flytur þangað, en reyndar eiga þær rætur að rekja til Rökkurhæða, því amma Hallgerðar býr þar og í ljós kemur að hún bjó í blokkinni á Hæðinni þegar Atburðurinn varð. Atburðinum sjálfum er lýst í sjöundu bókinni, en hún tengist beint dramatískum lokum fyrstu bókarinnar og þannig spinnst vefurinn milli bókanna innan flokksins. Mamma Hallgerðar er blaðakona og það er Hallgerði eðlilegt að safna upp- lýsingum og setja þær saman. Það er því hún sem kemur auga á tengslin á milli ýmissa þeirra óhugnanlegu atvika sem hún heyrir óljósar sögur af og í fram- haldi er það hún sem dregur ályktanir um tengsl þar á milli og vekur máls á því að eitthvað sé rotið í Rökkurhæðum. „Hallgerður sat á rúminu og fletti ann- ars hugar í gegnum Skoska fílinn á meðan hún reyndi að grípa einhverjar af hugsununum sem þeyttumst um í heil- anum eins og egg í hrærivél“ (Útverð- irnir 156). Svo ákveður hún að hafa samband við Ragnar Orra: Evudóttir: Hæ. Ertu vakandi? ROrri: Nei, eða, jú núna Evudóttir: Sorrí, þarf svo að tala við einhvern. Þetta var algjörlega kreisí kvöld. ROrri: Þessi dagur bara, hefði getað verið beint úr Doctor Who! […] TMM_3_2018.indd 140 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.