Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 11
„ E i n s o g h ú n g æ t i s t o k k i ð ú t ú r o r ð u n u m …“ TMM 2018 · 4 11 Önnur jákvæð kvenmynd við hlið þeirrar sem stekkur út úr orðunum er hin neitandi kona sem Jakobína hefur fundið í sögu eftir norska rithöfundinn Agnar Mykle. Þessi saga, „Viltu sverja?“, fjallar um karl á fimmtugsaldri sem á í sífelldu brasi við konur sem neita. Þær neita að þýðast hann nema hann sverji þeim ástareið. Þá fyrst láta þær undan, samt enn með neitun á vörum: nei, nei, nei. 21 Mótmyndir Konurnar í sögum Jakobínu gera ekki uppreisn, en það gerir hún fyrir þeirra hönd með því að sýna aðstæður þeirra, og ekki síst þá meðferð sem þær verða að sæta vegna valdbeitingar karla. Oft eru þetta gamlar konur eða veikar. Í „Vegurinn upp á fjallið“ í samnefndu smásagnasafni frá 1990 kemur týndi sonurinn í heimsókn til gamallar móður sinnar, aðeins til að hafa af henni landið, bæjarfjallið, fyrir radarstöð hersins. Samtalið fer fram í eldhúsi meðan móðirin útbýr hádegismat handa syninum. Eins og fleiri konur í sögum Jakobínu reynir hún að neita, að gera uppreisn í orðum, en það er ekki til neins, sonurinn hótar eignartöku. „Skilurðu mig?“ segir hann og talar niður til hennar. Hún svarar ekki, á allt í einu annríkt, „skurkar í pottum, gengur erfiðlega að finna þá réttu“. Hún reynir sem sagt búsáhalda- byltingu, en allt kemur fyrir ekki. Sonurinn heldur áfram fortölum sínum við undirleik pottanna, þar til móðirin tekur fram í fyrir honum með nístandi neyðarópi: „Nei […] aldrei, vil það ekki.“22 Svipað er að segja um hrikalega lýsingu á valdbeitingu í „Hann mælti svo fyrir –“ í sömu bók. Þar liggur konan á sæng, nýbúin að fæða veikburða barn, þegar faðir þess nánast tekur hana, móðurina, táknrænt af lífi. Þannig einkennist texti Jakobínu af mót- myndum, umsnúningi hefðbundinna lýsinga,23 og oftar en ekki afbyggingu karlmennskunnar, „hins ráðandi kyns í Mannheimi“.24 Um þetta fjallar m.a. Snaran frá 1968, þar sem hinn óáreiðanlegi, óðamála og meðvirki sögumaður segir í löngu máli frá nauðgun systur sinnar sem hann hefði getað komið í veg fyrir, en gerði ekki, og réttlætir fyrir þöglum viðmælanda. Þessi karlkyns sögumaður talar við annan sem er viðstaddur. Öðru máli gegnir um konur sem „tala inn í hug sinn“. Frá þessari aðferð segir Jakobína í viðtali, svo seint sem 1988, og tekur dæmi af sögunni „Lífshætta“ í Sjö vindur gráar frá 1970 þar sem kona segir frá samskiptum sínum við gamla vinkonu: Ég notaði töluvert eintal. Snaran er á vissan hátt eintal og þó ekki því viðmælandinn er alltaf nærstaddur. Sögumaður tekur alltaf upp hluta af því sem viðmælandinn hefur sagt og leiðir út frá því, en þetta form hentaði söguefninu og mér mjög vel. Eintalið er mun hreinna í smásögunni Lífshætta. Þar talar kona inn í hug sinn um heimsókn, sem hún hefur fengið og viðmælandinn er hvergi nærstaddur. Þessa sögu hefði verið hægt að skrifa í samtalsformi, en ég kaus að hafa þetta svona.25 TMM_4_2018.indd 11 6.11.2018 10:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.