Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 67

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 67
„ D r a u m u r i n n u m f é ð í S a u ð f r í ð a r s v e i t “ TMM 2018 · 4 67 rænan, fjálglegan og orðríkan; hann kemst oft einkennilega að orði og er gjarn á að sjá hið stóra í því smáa, hefur dálæti á alhæfingum um lögmál mannlífsins sem hljóma glæsilega, skrifar í þeim skilningi alls ekki ólíkt hinum miklu skáldsagnahöfundum 19. aldar í Evrópu á borð við Tolstoy – skrifin rúma „allt“ að mati höfundarins, spanna alla heimsmyndina, án þess að við skulum þó ganga of langt í þessari samlíkingu: eða kannski eru sveitahöfðingjabókmenntir alls staðar svipaðar. Þetta er hljómmikill stíll, verður stundum myrkur en hins vegar leynir sér aldrei ákefð höfundar að segja okkur frá því sem hann telur í frásögur færandi og ekki fer á milli mála að hér skrifar höfundur sem þekkir lífið og mennina. Þátturinn af Sigurði smala er í bókinni Smiður Andrésson og fleiri þættir sem út kom hjá bókaútgáfunni Norðra í Þjóðfræðiflokki árið 1965. Móðir mín gaf mér þessa bók, enda eftir náfrænda okkar sem hún hafði mætur á. Svona hefst þátturinn: Þetta verður engin ævisaga Sigurðar smala. Sigurður átti enga ævi, hann bara lifði. Ef til vill er þetta bara svolítill hnoðri af mínu eigin ævireifi, sem ég spinn í þennan lopa, en um Sigurð smala. Við Sigurður smali áttum svolítið saman að sælda sem ef til vill má kalla sögu. Ef annan hvorn okkar hefði vantað í þessa samansæld, væri hér ekki um neina sögu að ræða. Enginn mundi hafa haft neitt af Sigurði að segja, ef ég hefði ekki komið til sögu hans. Hann var bara einn lítill dropi frá hinni miklu ofankomu mannlífsins og hann flaut á mannhafinu langan tíma, án þess að glitra neitt á heimsvísu; svo sökk hann, eins og allir mannhafsins dropar. En á efstu dögum skaut hann gneista af örlögum sínum, móti sögutilfinningu sem var einstæð fyrir hann – og mig. Sigurður var skráður Jónsson í Markabók Norður-Múlasýslu, fyrir markinu: sneið- rifað framan hægra og gagnbitað vinstra, og brennimarkið hans var auðvitað: Smali. Annars staðar kom nafnið hans ekki á prent og hvergi hafði það þýðingu að prenta það annars staðar. Það voru það margar kindur með þessu marki, að það var betra að prenta það í markaskránni. Hver þessi Jón var og með hvaða konu hann átti Sigurð smala kemur þessu máli ekkert við. Og Sigurði smala kom það ekkert við heldur. Hann hafði lítið sem ekkert af foreldrum að segja. Hann var svo einn og einstakur að upp- runa og örlögum að það hefur enga þýðingu að færa hann til neinnar ættar. Og það hefur engin ætt neitt upp úr því að telja Sigurð smala í sínum ættarhring. Eftir að Benedikt hefur nokkur fleiri orð um það að ekki sé til neins að hnýs- ast í ættfræði Sigurðar smala – svona eins og til að gulltryggja það að forvitni lesandans sé vakin um einmitt þessar þýðingarlausu ættir – þá segir hann frá því, með nokkrum semingi þó, að Sigurður hafi fæðst og alist upp í Horna- firði en komið úr Skaftafellssýslu á Jökuldalinn um tvítugsaldurinn, eins og Benedikt orðar það, „einn í eins konar mannstraumi sem lá úr þeirri sýslu austur í Múlaþing og einkum á Jökuldal um þessar mundir.“ En Sigurður átti eftir að ala manninn alla tíð á Skjöldólfsstöðum. Síðan leitast Benedikt við að lýsa þessum Skaftfellingum sem fluttu í Jökuldalinn á þessum árum upp úr 1890, þegar aðrir landsmenn fóru unnvörpum til Ameríku: TMM_4_2018.indd 67 6.11.2018 10:22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.