Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 90
R ú n a r H e l g i Vi g n i s s o n 90 TMM 2018 · 4 mið er að fara á stúfana og lesa sem mest af efni frá í þessu tilfelli Afríku. Þetta hef ég gert undanfarin ár í tengslum við ritröðina Smásögur heimsins þar sem ég er einn þriggja ritstjóra og þar áður í tengslum við þýðingar á bókum frá Suður-Afríku. Við lestur afrískra smásagna hefur einmitt reynt á afríentalísk augu mín, m.a. vegna þess að þegar afríska bindið gengur á þrykk árið 2019 kemur það í kjölfar þriggja annarra binda og lesendur þeirra hafa þá þegar fengið ákveðin viðmið um smásagnagerð í fjórum öðrum álfum, þar af þremur sem kenndar eru við Vesturlönd. Í mörgum löndum Afríku er smásagan á allt öðrum stað og getur einmitt virst svolítið einfaldari að gerð en það sem við höfum tínt til úr hinum heimsálfunum, ekki síst hvað varðar miðlun og fagurfræði. Í mörgum Afríkulöndum virðist smásagan vera nær forverum sínum en á Vesturlöndum, s.s. ævintýrum og þjóðsögum, rétt eins og módernísk truflun, hvað þá póstmódernískur leikur, hafi almennt ekki náð til Afríkulanda enn. Athugið að hér er eins og ég gefi mér að vestrænir bókmenntastraumar þurfi endilega að breiðast út til allra og að það sé af hinu góða. Eins og nígeríski sagnfræðingurinn Don C. Ohadike hefur bent á er þó ekki sanngjarnt að bera Igbóland fortíðarinnar, sem er sögusvið bókarinnar, saman við evrópskan nútíma, enda hafi Igbóland bókarinnar verið mjög frábrugðið Evrópulöndum þess tíma og sama eigi við um Igbóland sam- tímans, það hafi tekið miklum stakkaskiptum.3 En ef maður les og les sögur frá Afríku kemst maður smátt og smátt að því að maður er staddur inni í annarri hefð. Um leið verða til afrísk viðmið sem bera samt alltaf manns heimalands mót að einhverju leyti. Sú fagurfræði sem Chinua Achebe býr til í Allt sundrast er sambland af vestrænni og afrískri hefð og tekur um leið mið af þeim markhópi sem hann hefur í huga. Sjálfur hefur Achebe sagt að hann hafi ekki haft í hyggju að skrifa vestræna skáldsögu heldur hafi hann og aðrir höfundar úr álfunni nýtt vestrænt hljóðfæri til að spila afrískt lag.4 Þó að heimurinn hafi stundum gert athugasemdir við þessa fagurfræði hefur bókin lifað sem bendir til þess að í henni sé bæði galdur og endingargott byggingarefni. Okonkwo, sem er stöndugur bóndi í sínum heimabæ, er aðalsöguhetja bók ar innar. Honum er mikið í mun að greina sig frá föður sínum sem þótti mikill ónytjungur. Hann tileinkar sér þess vegna mikla hörku sem verður til þess að hann vanhelgar siði þjóðar sinnar og er gerður útlægur í nokkur ár. Þessa atburðarás nýtir höfundur til að draga upp mynd af samfélaginu og siðum þess. Þegar Okonkwo snýr aftur úr útlegðinni eru enskir trúboðar mættir á staðinn og teknir að grafa undan siðum innfæddra, kristna m.a. son Okonkwos. Allt tekur að liðast í sundur. Stóra samhengið Hvað ef ég segði að Allt sundrast minnti mig á skáldsögu Jóns Thoroddsens, Pilt og stúlku? TMM_4_2018.indd 90 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.