Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 91
F y r i r h ö n d A f r í k u TMM 2018 · 4 91 Þá vísaði ég til bókar sem þar til fyrir skemmstu var talin fyrsta íslenska skáldsagan og hefði þar með búið til sögulega fjarlægð frá verkinu því Piltur og stúlka kom út árið 1850. Í þeirri bók er ekkert óskyldur sögumaður, alvitur og ágengur, og bókin hefst á ekki ósvipaðan hátt, þ.e. með því að draga upp mynd af fólkinu í sveitinni og siðum þess. Ef ég bæri þessar bækur saman og fyndi með þeim samhljóm líkti ég bók Achebes við fyrstu tilraunir Íslendinga til að skrifa skáldsögur. Á það sama við um Allt sundrast? Nei, hún var ekki fyrsta nígeríska skáldsagan. Hún kom út árið 1958 en um það leyti var mikil gróska í skáldsagnagerð á Vesturlöndum. Það ár gaf Truman Capote út bókina Breakfast at Tiffany’s, auk þess sem Graham Greene, Jack Kerouac, Margaret Duras og Carlos Fuentes sendu frá sér bækur. Árið eftir gefur Günter Grass úr Blikktrommuna, Alan Sillitoe The Loneliness of the Long- Distance Runner, Isaac Bashevis Singer Töframanninn frá Lublin, William S Burroughs gefur út Naked Lunch og Laurie Lee Cider with Rosie. Árið áður en Allt sundrast kemur út gefur Halldór Laxness út Brekkukotsannál og árið 1960 gefur Harper Lee út bókina To Kill a Mockingbird, sem fjallar um stöðu svartra eins og Allt sundrast. Þetta er það vestræna samhengi sem bókin kemur inn í og því er ekki að neita að hvað formgerð og miðlunarleiðum við- kemur virðist bókin á allt öðrum stað en áðurnefndar skáldsögur. Kannski á það að einhverju leyti við því að bókin gerist jú um aldamótin 1900. Hvað ef ég nú segi að Allt sundrast minni mig á ástralskar frumbyggja- bókmenntir? Frumbyggjar Ástralíu hafa líka reynt að tileinka sér vestræna sagnagerð. Sumir þeirra hafa þó sagt að þeir hafi svo dramatískum atburðum að miðla að þeir þurfi ekki að skálda og það stendur heima, sögur þeirra eru álíka dramatískar og skáldsögur þótt þær séu sannsögulegar. Við sjáum þetta að einhverju marki í Allt sundrast líka: Achebe sagðist vilja uppfræða fólk um samfélag sitt, tók það hlutverk jafn alvarlega og vísindamenn.5 Í fyrsta hluta bókarinnar lýsir hann siðum og heimssýn igbóa, m.a. með því að nýta sér orðskviði. Þetta er stundum svolítið þunglamalegt hjá honum á nútímamæli- kvarða að því leyti að hann vill svo augljóslega koma þessum fróðleik að, þó að hann geri sér reyndar far um að smíða sviðsetningar utan um hann. Sviðsetningarnar koma framvindunni bara mismikið við. Um leið er þessi uppfræðsla partur af því mikilvæga erindi sem bókin átti við umheiminn á sínum tíma og á reyndar enn. Það helgast af þeim afríentalisma sem ég gat um áðan og er enn við lýði; í nýlegu bloggi um þetta mátti lesa að meira bull hafi verið skrifað um Afríku en nokkuð annað undir sólinni.6 Achebe fannst sem sagt að hann þyrfti að svara þessu bulli með skáldsögu, bulli sem stundum var í formi skáldsagna eftir virta höfunda á borð við Joseph Conrad. Það var vel til fundið að því leyti að skáldsagan er líklegri til að verða lesin en einhver staðreyndasteypa eins og reyndin varð. Þó að okkur finnist nú til dags hall- ærislegt að nota skáldsögu sem fræðslurit – í ritlistarhandbókum nútímans er fólk beinlínis varað við því – þá var þörfin örugglega mjög mikil á sjötta TMM_4_2018.indd 91 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.