Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 93
F y r i r h ö n d A f r í k u
TMM 2018 · 4 93
með því að skrifa á igbó þó að það sé ekkert smámál, talað af 18 milljónum í
Nígeríu, en eflaust lítill áhugi á að þýða bókmenntir á því máli yfir á ensku
á þessum tíma. Fyrsta skáldsaga á igbó er sögð hafa komið út árið 1933 og
hún var að vísu þýdd yfir á ensku8 en ekki margt annað. Achebe tjáði sig
líka um það í ræðu og riti að eitt af því góða sem nýlenduherrann hefði fært
þjóðum á borð við Nígeríu væri tungumál sem sameinaði; í Nígeríu einni eru
töluð yfir 500 tungumál svo sameiginlegt tungumál hefur jú verið einhvers
virði. Achebe hafði reyndar samviskubit yfir að svíkja móðurmálið en fannst
ávinningurinn réttlæta það. Hann vildi gera enskri tungu kleift að ná utan
um reynsluheim hans líka og til þess yrði að nota enskuna, þá fyrst væri hægt
að laga hana að afrískum veruleika;9 þetta eru nokkurn veginn sömu rök og
Englendingar höfðu um landnám enskunnar í Ástralíu, hún yrði smátt og
smátt að eins konar áströlsku við það að vera töluð í nýjum heimkynnum.
Achebe gerist því þýðandi í vissum skilningi, menningarþýðandi, spurn-
ingin er bara hversu góður þýðandi hann er. Í máladeildum þykir við hæfi
að kenna námskeið um bæði mál og menningu; þar hefur Achebe vissulega
staðið vel að vígi. B. Eugene McCarthy hefur bent á að Achebe hafi reynt að
endurskapa hrynjandi igbó í enska textanum. McCarthy heldur því fram að
í textanum megi finna merki þess að Achebe líki eftir munnlegri sagnahefð
með endurtekningum og fyrirsjáanlegum mynstrum. Hrynjandi sé sér-
staklega áberandi í afrískri sagnamenningu. Með þessu hafi Achebe skapað
einstakan enskan texta og gert öðrum kleift að skilja þótt þeir tali ekki mál
þeirra sem fjallað er um og vísar þar í orð Achebes sjálfs.10
Til að varpa frekara ljósi á þetta mætti spyrja: Hvað ef Laxness hefði skrifað
Íslandsklukkuna á ensku?
Íslandsklukkan hefur vissulega verið þýdd á ensku en hefði hún verið
eins ef Laxness hefði skrifað hana beint á ensku? Þegar maður skiptir um
tungumál breytist markhópurinn, maður skrifar þá oftast fyrir annan hóp
sem hefur önnur viðmið, annars konar þekkingu. Það breytir alltaf nálgun
manns; þetta er eitt af grundvallaratriðum allra ritstarfa. Auk þess er áhaldið
annað; það skiptir máli hvort maður slær með orfi eða sigð, maður ber sig
ekki eins að. Það skiptir líka máli hvort málið sem ritað er á er tillært eða
hvort maður er alveg tvítyngdur. Ef það er tillært geta höfundi verið settar
vissar skorður þó að Achebe hafi gert lítið úr því og bent á að margir afrískir
höfundar hafi skrifað frambærilegar bókmenntir á ensku þótt hún væri ekki
móðurmál þeirra (í framhjáhlaupi nefnir hann líka hinn umdeilda Conrad
í því sambandi).11 Það er þó mjög líklegt að Íslandsklukkan hefði orðið tals-
vert öðruvísi ef Laxness hefði skrifað hana á ensku eða dönsku. Það er líka
augljóst að Achebe skrifaði Allt sundrast ekki fyrir igbóa eina og kannski
síst fyrir þá; hann skrifaði hana fyrir aðra Nígeríumenn, aðra Afríkumenn
og þó einkum fyrir heiminn. Af þeim sökum hefur honum væntanlega þótt
ástæða til að skýra eitt og annað í menningu igbóa. Þess verður þó að geta
að þegar Achebe skrifar bók sína er liðin hálf öld frá því að igbóamenningin
TMM_4_2018.indd 93 6.11.2018 10:22