Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 93

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 93
F y r i r h ö n d A f r í k u TMM 2018 · 4 93 með því að skrifa á igbó þó að það sé ekkert smámál, talað af 18 milljónum í Nígeríu, en eflaust lítill áhugi á að þýða bókmenntir á því máli yfir á ensku á þessum tíma. Fyrsta skáldsaga á igbó er sögð hafa komið út árið 1933 og hún var að vísu þýdd yfir á ensku8 en ekki margt annað. Achebe tjáði sig líka um það í ræðu og riti að eitt af því góða sem nýlenduherrann hefði fært þjóðum á borð við Nígeríu væri tungumál sem sameinaði; í Nígeríu einni eru töluð yfir 500 tungumál svo sameiginlegt tungumál hefur jú verið einhvers virði. Achebe hafði reyndar samviskubit yfir að svíkja móðurmálið en fannst ávinningurinn réttlæta það. Hann vildi gera enskri tungu kleift að ná utan um reynsluheim hans líka og til þess yrði að nota enskuna, þá fyrst væri hægt að laga hana að afrískum veruleika;9 þetta eru nokkurn veginn sömu rök og Englendingar höfðu um landnám enskunnar í Ástralíu, hún yrði smátt og smátt að eins konar áströlsku við það að vera töluð í nýjum heimkynnum. Achebe gerist því þýðandi í vissum skilningi, menningarþýðandi, spurn- ingin er bara hversu góður þýðandi hann er. Í máladeildum þykir við hæfi að kenna námskeið um bæði mál og menningu; þar hefur Achebe vissulega staðið vel að vígi. B. Eugene McCarthy hefur bent á að Achebe hafi reynt að endurskapa hrynjandi igbó í enska textanum. McCarthy heldur því fram að í textanum megi finna merki þess að Achebe líki eftir munnlegri sagnahefð með endurtekningum og fyrirsjáanlegum mynstrum. Hrynjandi sé sér- staklega áberandi í afrískri sagnamenningu. Með þessu hafi Achebe skapað einstakan enskan texta og gert öðrum kleift að skilja þótt þeir tali ekki mál þeirra sem fjallað er um og vísar þar í orð Achebes sjálfs.10 Til að varpa frekara ljósi á þetta mætti spyrja: Hvað ef Laxness hefði skrifað Íslandsklukkuna á ensku? Íslandsklukkan hefur vissulega verið þýdd á ensku en hefði hún verið eins ef Laxness hefði skrifað hana beint á ensku? Þegar maður skiptir um tungumál breytist markhópurinn, maður skrifar þá oftast fyrir annan hóp sem hefur önnur viðmið, annars konar þekkingu. Það breytir alltaf nálgun manns; þetta er eitt af grundvallaratriðum allra ritstarfa. Auk þess er áhaldið annað; það skiptir máli hvort maður slær með orfi eða sigð, maður ber sig ekki eins að. Það skiptir líka máli hvort málið sem ritað er á er tillært eða hvort maður er alveg tvítyngdur. Ef það er tillært geta höfundi verið settar vissar skorður þó að Achebe hafi gert lítið úr því og bent á að margir afrískir höfundar hafi skrifað frambærilegar bókmenntir á ensku þótt hún væri ekki móðurmál þeirra (í framhjáhlaupi nefnir hann líka hinn umdeilda Conrad í því sambandi).11 Það er þó mjög líklegt að Íslandsklukkan hefði orðið tals- vert öðruvísi ef Laxness hefði skrifað hana á ensku eða dönsku. Það er líka augljóst að Achebe skrifaði Allt sundrast ekki fyrir igbóa eina og kannski síst fyrir þá; hann skrifaði hana fyrir aðra Nígeríumenn, aðra Afríkumenn og þó einkum fyrir heiminn. Af þeim sökum hefur honum væntanlega þótt ástæða til að skýra eitt og annað í menningu igbóa. Þess verður þó að geta að þegar Achebe skrifar bók sína er liðin hálf öld frá því að igbóamenningin TMM_4_2018.indd 93 6.11.2018 10:22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.