Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 133
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 4 133 huga og vilja til að tengja sem flesta fleti saman í óstöðuga heildarmynd. Trans- konan Edda verður svo völva hinnar nýju heimsmyndar, undir fána regnbog- ans. Freyja verður því boðberi nýrrar heildarhugsunar fremur en kvenlegra áherslna og hefðbundin eðlishyggja víkur fyrir nútímalegum „hinsegin“ áherslum. Náttúra sem dulvitund Eins og titill bókarinnar gefur til kynna fjallar Undirferli um það sem dylst undir niðri. Formið ítrekar þetta. Fyrstu tveir hlutar bókarinnar eru settir upp sem yfirheyrslur í glæpamáli, við lesum til skiptis vitnisburð Írisar og Smára, og seinni hlutinn sýnir svör þeirra í áfalla- meðferð hjá sálfræðingi. Hvort tveggja miðar að því að afhjúpa eitthvað sem ekki liggur á yfirborðinu og Íris og Smári virðast manna óvissust um það í hverju hugsanleg sekt þeirra felst. Sara, samstarfskona þeirra á Rannsóknarstof- unni í Surtsey í Vestmannaeyjum, liggur í dái og grunur leikur á að það hafi eitt- hvað að gera með áður óþekkta veiru sem fannst í Surtsey og tilraunir Smára með mælitæki sem hann er að þróa til að mæla heilindi og manngildi. Yfirmaður tilraunastofunnar, Aron, sem er einnig fyrrverandi eiginmaður Írisar og núverandi eiginmaður Söru, er hins vegar hinn raunverulegi skúrkur að mati Írisar og Smára því hann er ekki aðeins yfirgangssamur og sífellt með órætt valdatafl í gangi heldur tilbúinn að selja bæði náttúru og vísindaniður- stöður kapítalískum stórfyrirtækjum. Andlegt ofbeldi hans gegn fólkinu í kringum sig og yfirgangur hans gagn- vart náttúrunni eru greinar af sama meiði, sama kúgandi valdakerfi, enda er náttúran sterklega tengd undirvitund- inni í þessari bók: „Ef við lærum að þekkja náttúruna kynnumst við okkar eigin dularveru. Þessari veru sem er innra með okkur frá því við fæðumst en á oft erfitt uppdráttar,“ segir Íris (89). Hún telur algjöra hliðstæðu á „milli þeirrar óafturkræfu eyðileggingar“ sem orðið getur á landi og á geðinu og milli orku mannssálarinnar og náttúrunnar, sem ekki alltaf er endurnýjanleg: Við náum okkur á strik eftir ótrúlegustu áföll. Við förum í gegnum sorgarferli og alls konar ferli og vinnum okkur út úr vandanum. En stundum er skaðinn svo mikill að menn ná ekki að endurnýja sig. Þá verður einhvers konar rof og þá er ég nú ekki bara að tala um hið eiginlega geðrof heldur líka þegar innri hringrás tilfinningalífs okkar rofnar. Sumir ná sér aldrei. Þeir ná aldrei að tengja saman. Og þeir ná ekki að tengjast öðrum. En svo virðist vera að með því að þiggja hjálp í algerri auðmýkt þá sé möguleiki að tengja aftur það sem rofnaði. Og þá náum við á nýjan leik að fara frá sorginni yfir í æðruleysið, frá óttanum yfir í hugrekkið, frá kvíðanum yfir í gleðina. (89–90) Vangaveltur bókarinnar um sekt, vald og heilindi snúa því ekki síður að sálar- lífi aðalsöguhetjanna en vistkerfinu, eins og sálfræðiviðtölin í seinni hlutan- um afhjúpa. Íris og Smári þurfa að rjúfa vítahring, hafna ofbeldi, læra að treysta hvort öðru og vera hreinskilin í sam- bandinu sem er að þróast á milli þeirra. „Ertu ekki sammála því að náttúran sé núllpunkturinn sem stillir áttavitann okkar við guðdóminn á nýjan leik?“ (157). Þannig spyr Smári sálfræðinginn undir lok bókar. Þá hefur hugmynd hans um gylltan áttavita, „gullnál í vog- arskálinni [hans], dómgreindinni“, verið leiðarstef allt frá upphafi bókar þegar hann ákveður að áttavitinn hans sé „stilltur á réttlætið, ástina og guðdóm- inn í öllu sem er“ (13). Áttaviti sem tengir menn við guðdóminn er mynd- TMM_4_2018.indd 133 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.