Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Blaðsíða 17
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Lítilsháttar vart alla mánuði ársins nema einn (nóv.),
en var yfirleitt væg.
Borgarfj. Hálsbólgufaraldur, venju fremur illkynjaður, gekk í jan-
uarmánuði. í kjölfar hans sigldi gigtsótt og heimakoma. Ennfremnr
har nokkuð á streptococc-infektionuin með lymfangitis á 2 bæjum,
þar sem hálsbólgan gekk. Einn þeirra sjúklinga veiktist alvarlega.
Ólafsviknr. Gekk í haust, einkum í okt. og nóv., og kvað mest að
henni i Fróðárhreppi, en einnig töluvert í Ölafsvílc og Sandi. Ekki
var grunsamt, að þar væri um barnaveiki að ræða, hvorki að því,
hvernig veikin hagaði sér, né vegna yfirferðar eða afleiðinga.
Stykkishólms. Barst hingað með skipi frá Reykjavík um 20. janúar.
Veiktust nokkuð margir, og gekk veikin fremur fljótt yfir.
Bíldudals. Stakk sér niður, en ekki oft né víða.
Flateyrar. Haustið 1935 gekk hér, einkum á Flateyri, svæsnari og
næmari kverkabólga en ég hefi nokkurntíma séð áður. Það var ekki
ótitt, að hún byrjaði peracut með ofsahita og óráði og skýrum ein-
kennum anginae Iacunaris. Hitinn stóð þó naumast lengur en 3—5
daga, og eftirköst sá ég engin eftir veiki þessa, sem sumstaðar var
svo næm, að allt heimilisfólkið lagðist nálega samtímis.
Isa/j. Var hér alla niánuði ársins.
Ögur. Gekk hér 3 fyrstu mánuði ársins. Fengu hana aðallega börn,
og voru sum all-þungt haldin.
Hesteyrar. Aðeins örfá væg tilfelli.
Hólmavíkur. Gekk öðru hvoru allt árið með talsverðri tilhneigingu til
slæmra ígerða venju fremur.
Miðjj. Verður meira og minna vart allt árið, en er fremur væg.
Blönduós. Hefir eins og vant er stungið sér niður öðru hvoru.
Síðustu rnánuði ársins var hún talsvert útbreidd og illkynjuð.
■Hofsós. Hefir stungið sér niður öðru hvoru.
Siglufj. Staklc sér niður við og við allt árið, en eng'inn eiginlegur
faraldur.
Ölafsfj. El <ki er beint hægt að tala um neinn faraldur, nema þá ef
til vill í nóvemher.
Svarfdæla. Var langtíðust og þyngst 3 fyrstu mánuði ársins, og
þá gróf í eða við tonsillae á meira en þriðja hverjum sjúkling, og
er það langtum oftar en venjulegt er.
Húsavíkur. í september með septiskum blæ, og í sept. og okt. var
hér alveg óvenju mikið af erysipelas, sem ég' vil setja í samband við
:>ngina. I nóv., og þó einkum í des., bar mikið á því, að börn fengju
ígerðir í eyrun, samhliða angina, og mikla bólgu í hálsinn, sem varð
;>ð skera í í nokkrum tilfellum.
Seyðisfj. Stakk sér niður flesta mánuði ársins.
Norðfj. Fremur fátíð á árinu.
Reyðarfj. Var hér allt árið og gekk sem faraldur um mánaðamótin
jan.—febr.
Bernfj. Gætti mjög lítið á árinu.
Hornafj. Eins og venjulega dreifð tilfelli, en aldrei svo að heitið
gæti veruleg’ur faraldur.