Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1935, Síða 65
Úr Glæsibæjarhrepp ............................... 6 sjúklingar
—■ Saurbæjarhrepp ................................ 5
■— Hrafnagilshrepp ............................... 3
—1 Svalbarðshrepp ................................ 2
— Öngulstaðahrepp ............................... 2
— Skriðuhrepp .................................... 1
— Arnarneshrepp .................................. 1
I síðustu ársskýrslu gaf ég yfiriit yfir manndauða úr berklaveiki í
héraðinu frá 1908—1934 og skipti þessu áraskeiði i 4 tímabil. Mann-
dauði úr veikinni (að frádregnum dánum utanhéraðsberklasjúkling-
um) var 1925—1929: 3,5%c en annars hin tímabilin 2,1%C-—2,3%f. Síð-
astliðið ár hefir berklamanndauði verið þcssum síðastnefndu hlut-
föllum svipaður, þ. e. 2,0%c, Kristneshæli var þetta ár, eins og endra-
nær, svo að segja fullskipað, þ. e. öl! þess 74 sjúkrarúm. Hins vegar
sáum við á Akureyrarspítala þá nýung, að berklasjúklingum fækkaði
mikiö, svo að í mörg ár hafa ekki verið færri. Það hefir verið venjan
um margra ára skeið, að %—% alira legudaga sjúklinganna hafa verið
legudagar berklasjúklinga. Þetta ár urðu þeir aðeins rúmur helming-
ur allra legudaga. Ástæðurnar til þessa tel ég vera þessar: Berkla-
veikin hefir rénað nokkuð í landinu yfirleitt síðustu árin, þess vegna
orðið plássmeira á hælum og sjúkrahúsum. Aðsókn sjúklinga yfir-
leitt til Akureyrarspítala hefir minnkað síðustu ár smámsaman, en
þetta ár meira en áður vegna fjárkreppu. Ýms hreppsfélög treystast
ekki til að greiða gamlar skuldir við sjúkrahúsið, og kynoka sér við
að hefja nýjar skuldir, ef hjá verður koniizt. Loks gætir þess tals-
vert, að hinn nýi berklayfirlæknir hefir reynzt ráðdeildarsamur hús-
bóndi fyrir þjóðarbúið, þannig, að hann tekur aðeins þá gilda sem
berklasjúklinga, sem sýna jákvætt berklapróf og önnur einkenni, og
einnig hefir hann vakandi gætiu á því, að sjúklingar dvelji ekki
óþarflega lengi á sjúkrahúsinu. Af þessum ástæðum öllum hygg ég,
að aðsókn berklasjúklinga, lengd sjúkrahúsvistar þeirra, hafi rénað
í Akureyrarspítala.
Höfðnhveifis. Gerði ég nú í fyrsta sinn berklapróf á 31 barni
(pereutan). Voru aðeins 3 -j- af þeiin eða 9,7%, og er það lægri tala
en ég' hefi séð annarsstaðar eftir heilbfigðisskýrslum að dæma. I
fjölskyldum þessara þriggja positivu barna hafa komið fyrir berklar.
Eitt undraðist ég við þessa prófun og það var, að 14 ára drengur var
-7-, þótt móðir hans hafi haft berklaveiki milli 10 og 20 ár. Á einu
heimili til hafa komið fyrir berklar, og var barn þaðan -f-.
Húsavíkur. Skrásettir sjúklingar eru lítið eitt færri en áður á skrá,
en í barnaskólanum hafa 3 börn orðið -þ, sem áður voru -h. Niður-
staðan af berklaprófi ofurlítið hærri en árin áður. Þrátt fyrir þetta
virðast mér berklar fara minnkandi í héraðinu. Berklarannsókn á
kúm er gerð við og' við á heimilum, þar sem mjólk er seld, og á kúm,
sem ekki virðast að einhverju leyti hraustar, en ekki hafa fundizt
berklar í þeim.
Hróarstungu. Pirquet-rannsókn var gerð á 43 börnum. Gátu ekki
orðið fleiri vegna þess að ég' fékk bóluefnið svo seint.
Fljótsdals. Veikin virðist vera i greinilegri rénun hin síðari árin.