Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 18
16
Sauðárkróks. í öllum sóknum utan kaupstaðarins hefur fólkinu
fækkað í ár. Fæðingar með flesta móti.
Hofsós. í Hofsóskauptúni hefur fjölgað lítið eitt, en i öllu héraðinu
fækkað.
Ólafsfj. Fólksfjöldi stóð nokkurn veginn í stað.
Dalvíkur. Á Dalvík fjölgaði fólki, en fækkaði nokkuð í öllu hérað-
inu. Fæðingartala ársins er þó 22,1, en dánartalan 8,3.
Akureijrar. íbúum Akureyrarlæknishéraðs hefur fjölgað um nálægt
300 manns. Öll þessi fjölgun er í Akureyrarbæ, og stöðugt liggur
straumurinn úr sveitinni, jírátt fyrir hina miklu breytingu til batn-
aðar á afkomu bænda nú síðustu árin.
Grenivíkur. Fækkað hefur í héraðinu. Veldur þar nokkru um, að
snjóflóð féll í Dalsmynninu síðara hluta vetrar, en af þeim orsökum
fluttust 2 fjölskyldur burt til Akureyrar.
Breiðumýrar. Fólksfjöldi hefur svo að segja staðið í stað.
Kópaskers. Fólkinu fækkar stöðugt í héraðinu.
Vopnafj. Þrátt fyrir góðæri og allgóða afkomu í héraðinu fer íbúum
fækkandi. Fólkinu fækkar í sveitinni, en fjölgar í kauptúninu. Bændur
hætta búskap og flytjast í kauptúnið eða út úr héraðinu. Tiðast er
sökin sú, að kvenfólkið er ófáanlegt. 2 allgóðar bújarðir yfirgefnar
og fóru í eyði. Manndauði óvenju mikill.
Egilsstaða. Fæddir umfram dána 30, en fjölgun í héraðinu 33. Mun
svo ekki hafa verið í mörg ár, að mannfjölgun sé meiri en tala fæddra
umfram dána segir til um.
Bakkagerðis. Um brottflutning íolks er hér að ræða.
Segðisfj. Enn fækkar fólki í héraðinu. Mér telst til, að 25 manns
hafi flutzt burt — ekki þarf að spyrja hvert.
Nes. Fólki fjölgar í héraðinu, þó aðeins í Neskaupstað, því að stöð-
ugt fækkar í sveitunum.
Hafnar. íbúatala sýslunnar lækkar. Mest fælckar fólki á Mýrum og
í Suðursveit, einkum vegna flutninga að Höfn, sem er að smásækja í
sig veðrið.
Breiðabólsstaðar. Fólki fækkaði verulega í héraðinu, þrátt fyrir
heliningi fleiri fæðingar en dauðsföll. Þykir nú ekki lengur nægja að
barma sér yfir fólksfækkuninni, heldur er hafinn undirbúningur að
jákvæðum framkvæmdum til þess að stemma stigu fyrir henni, og
hefði fyrr mátt verða. Aukið verður félaga- og skemmtanalíf til mik-
illa muna, barizt fyrir hvers konar umbótum, byggt nýtt samkomu-
hús, reynt að efla innanhéraðsverzlun, en til þessa hafa aðeins verið
hér útibú. Komið verður upp unglingaskóla og hafinn áróður fyrir
héraðið.
Vestmannaeyja. Vinnandi fólki fer fækkandi. Það flyzt burt héðan,
en börn koma í staðinn, og gamalmennum fjölgar.
Egrarbakka. Fólkinu fækkar stöðugt við burtflutning.
Laugarás. Síðast liðin 8 ár, eða síðan Þingvallasveit var tekin undan
héraðinu, hefur héraðsbúum fækkað. Manndauði mestur meðal
gamalmenna.
Keflavikur. Talsvert flyzt af fólki í héraðið, einkum til Keflavíkur,