Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 204
202
Vestmcinnaeyja. Björgunarfélag Vestmannaeyja og Slysavarnadeild-
in Eykindill starfa að þessum málum eins og undanfarin ár. Varð-
skipið Ægir annast varðgæzlu á vertíð og björgunarstörf. Bátunum
hlekkist eðlilega og oftast á í mestu ofsunum og illviðrunum, og koma
aðeins góð sjóskip að liði við björgunarstarfið.
16. Tannlækningar.
Læknar láta þessa getið:
Reykhóla. Enginn tannlæknir hefur komið hingað, síðan ég tók
við héraðinu. Algengt er, að sjúklingur kemur með verk í mjög lítið
slcemmdri tönn og vill láta taka tönnina, og virðist hér ekki þekkt
önnur lækning þessa kvilla. Ég teldi það nauðsynlegt, að héraðslæknar
í afskekktum héruðum kynnu að gera við tannskemmdir.
Sauðárkróks. Enginn tannlæknir hefur nú komið hér í mörg ár, og
er það bagalegt fyrir þá, sem vilja halda við tönnum sínum. Frú
Margrét Hemmert starfaði eins og að undanförnu að tannsmíðum og
hafði mikið að gera.
Vestmannaeyja. Ólafur Thorarensen tannlæknir vinnur hér að tann-
lækningum á vegum barnaskólans og tekur auk þess sjúklinga úr bæn-
um, þegar tími vinnst til.
17. Samkomuhús. Kirkjur. Kirkjugarðar.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Eitthvað unnið að innréttingu félagsheimilis og sam-
komuhúss í Ólafsvík, en allt er í rassi af trassaskap og fjárþröng.
Samkomuhúsið á Hellissandi endurbætt. Guðshúsin í góðu lagi, 2
þeirra nýbyggð og hinum sæmilega viðhaldið, svo og kirkjugörðunum.
Reykhóla. Sumarsamkomuhús er hér gott. Það er skálinn Bjarkar-
lundur. Ivirkjur og kirkjugarðar í Gufudal, á Stað og Reykhólum í
mestu niðurníðslu.
Þingeyrar. Engar breytingar á árinu.
Flateyrar. Samkomuhús hin sömu og áður, en öll með ófullnægjandi
hreinlætistækjum. Kirkjur hinar sömu, sæmilega góðar og vel við
haldið. Byrjað á stækkun grafreits á Flateyri.
Bolungarvíkur. Að byggingu samkomuhússins, sem getið var um í
síðustu ársskýrslu, hefur ekki verið unnið á árinu. Samkomuhúsið
gamla er óbreytt frá því í fyrra. í kirkjunni var komið fyiir nokkrum
rafmagnsofnum til þess að bæta hitunina, en hefur ekki koinið að
fullu gagni. Þrifnaði fer fram.
Blönduós. Aðalsamkomuhús héraðsins er á Blönduósi, og má það
að vísu kallast stór galli á því, að inngangur í það er þröngur, og hefur
lengi staðið til að setja hann á hinn enda hússins og nota þann nú-
veranda sem öryggisútgang. Af þessu hefur þó ekki orðið enn.
Sauðárkróks. Samkomuhúsið á Sauðárkróki er fyrir löngu orðið
ófullnægjandi, og vantar tilfinnanlega nýtt samkomuhús. Samkomu-
húsum í sveitum er fremur lítill sómi sýndur.
Ólafsfj. Smáviðgerðir á samkomuhúsinu. Kirkja í góðu lagi nú