Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 239
237
Smásjárrskoðun: Við smásjárskoðun sjást hlutar af decidua bæði
spongiosa og compacta.
Einnig sjást greinilegir villi chorii með aðskildum syncytial- og
Langhanslögum.
Um allan vefinn er infiltration af segm. leucocytum, sem á blettum
verður mjög þétt. Á stöku stað sjást degenerativ og necro-biotiskar
breytingar i vefnum.
Hér er án alls efa um egghluta að ræða.
Hist. diagnosis: Inficeraðir egghlutar.““
Yfirlæknirinn staðfestir skýrslu sína fyrir rétti 3. maí og telur sig
hafa „athugað G. vandlega, þ. á m. legop hennar“. Hann „kveðst ekki
hafa séð neitt sár eða „erosion" í legopinu, hvorki i rönd þess eða
annars staðar, enda hefði . .. getið um það í skýrslu sinni . .. ef svo
hefði verið.“ Hins vegar heldur J. læknir „fast við . .. framburð sinn
um sár það eða „erosion“, sem hann kveðst hafa séð í rönd legopsins.
Hann kveður, að þegar hann kom með kannanum við þessa „erosion“,
hafi kanninn ekkert gengið inn í „erosionina“. (Honum) sýndist ...
sem þetta væri venjuleg „erosion“.“ í réttarhaldi 19. maí ber yfir-
læknirinn, „að það sé ekki gott að segja með vissu“, hvað fóstur það
bafi verið gamalt, sem G. gekk með, „þar sem aðeins egghluti fannst,
en ekki sjálft fóstrið. En . .. eftir stærð og ásigkomulagi legsins sé
sennilegast, að G. hafi verið í öðrum mánuði meðgöngutímans, þegar
lnin kom á spítalann.“ Telur hann, „að ásigkomulag legs G. hafi verið
þannig, að gera mátti ráð fvrir því, að hún væri þunguð.“ Einnig telur
hann „legop og neðri hluta leghálsganga hafa verið óeðlilega víð, en
getur ekki fullyrt neitt um, hvort þessi útvíkkun hafi verið gerð með
verkfærum eða ef til vill stafað af byrjandi sjálfkrafa fósturláti
(spontan abort).“ Hann neitar því, að „slímtappi hafi verið í neðra
legopi G.“ Hann kveður, „að ekki sé hægt að segja neitt . . . með fullri
vissu“ um það, „hvort hugsanlegt sé, að efri hluti leghálsins hafi
dregizt saman á þeim tíma, sem leið frá þvi, að ætla mætti, að hann
hefði verið útvíkkaður, og þar til að skoðunin fór fram um kvöldið
... þó sé hugsanlegt, að efri hluti leghálsins hafi dregizt sarnan á
greindum tíma, ef um litla útvíkkun hafi verið að ræða.“
I réttarlialdi 19. maí var lögð fram skýrsla frá ... aðstoðar-
lækni við Rannsóknarstofu háskólans, sem hafði haft með höndum
rannsókn á þvi, sem frá G. kom. Skýrsla þessi var, að tilhlutan dóm-
arans, gerð „með tilliti til þess, hvort unnt væri að ákveða, hve gamalt
eggið væri.“ I skýrslunni segir: „Við fyrri skoðun og eins við endur-
tekna skoðun í dag var ekki unnt að greina fóstur i vefja[r]-
stykkinu.
Það eina, sem hægt var að styðjast við, til ákvörðunar á aldri eggs-
ins, var útlit villi chorii. Rannsóknum í fósturfræði ber yfirleitt saman
um, að syncytiallagið og Langhansfrumulagið á villi sé ekki unnt að
greina hvort frá öðru lengur en fyrstu 4 mán. fósturlífsins. t því til-
felli, sem hér liggur fyrir, voru þessi lög greinilega aðskilin, og getur
eggið því ekki hafa verið eldra en 4 mánaða.
Nánari aldursákvörðun á egghlutanum tel ég mér ekki fært að gera
með rannsókn á áður nefndu vefjarstykki.“