Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 99
97
háan hita í nokkra daga, en batnaði við súlfalyf, hinni batnaði einnig
og fékk engin eftirköst. 1 kona með graviditas extrauterina með
ruptura tubae var skorin á sjúkrahúsinu og fékk bata. Abortus pro-
vocatus var enginn gerður, enda er lítið orðið leitað eftir því að fá
slíkt framkvæmt. Einstaka kona fékk ráðleggingu viðvíkjandi tak-
niörkun barneigna.
Hofsós. Barnsfarir tíðindalitlar. 1 tangarfæðing á árinu. I.jósmæður
geta yfirleitt ekki um fósturlát. Ég var á árinu sóttur til einnar giftrar
konu með abortus incompletus og miklar blæðingar samfara. Aldrei
beðinn um að gcra abortus provocatus, en einu sinni beðinn um ráð-
leggingar um talcmörkun barneigna.
Ólafsfj. Viðstaddur fæðingar oftast vegna óskar um deyfingu. Auk
þess var mín vitjað vegna eins fósturláts. Hjá einni fjölbyrju þurfti
að venda seinni tvíburanum og draga fram. Við sitjandafæðingu hjá
frumbyrju munaði mjóu. Hjartsláttur fósturins hætti skyndilega og
áður en sæmilegt tak næðist til framdráttar, en hafðist þó með því að
brjóta fremri lærlegginn. Móðir og barn lifðu. Tvisvar þurfti að ná
föstum fylgjum; í bæði skiptin dugði Credé í svæfingu.
Akureyrar. Tvisvar þurfti að gera keisaraskurð og tvisvar að leggja
ú töng, og voru allar þessar aðgerðir framkvæindar á sjúkrahúsi Ak-
ureyrar. Tilefni aðgerðanna voru: 1) 35 ára kona, sem tvisvar áður
bafði fætt, en börnin dáið í bæði skiptin, meðan á fæðingu stóð. Gerður
keisaraskurður, og barn og móðir lifðu bæði og fóru heim eftir þriggja
vikna dvöl á sjúkrahúsinu. 2) 24 ára frumbyrja kom austan af landi,
og var gerður á henni keisaraskurður vegna grindarþrengsla. 3) 26
úra frumbyrja fæddi á sjúkrahúsi Akureyrar, og varð að taka barnið
með töng vegna þess, að um frainhöfuðstöðu var að ræða, og höfuðið
sat fast í grindarholinu. 4) 27 ára frumbyrja. Varð að taka barnið með
töng vegna sóttleysis.
Grenivikur. Fæðingar með langflesta móti í héraðinu. Sóttur til
13 sængurkvenna. Gengu allar fæðingarnar vel, og litilla aðgerða
þurfti. Konum heilsaðist vel. 3 fósturlát komu fyrir á árinu; orsakir
ókunnar. Ekki hefur mín verið leitað vegna takmarkana á barneign-
um. 1 kona lézt af barnsförum vegna post partum blæðingar og losts.
Pétur Jónsson læknir var hjá konunni.
Húsavikur. Ljósmæður geta engra fósturláta. Ef um fósturlát er að
ræða, mun oftast vitjað læknis, en ekki ljósmóður, og í flestum til-
fellum nmnu konurnar spara sér þau útgjöld að hafa ljósmóður, af
því að þeim l'innst, að það sé ekki nauðsynlegt, og fer því þetta fram
hjú ljósmæðrunum. Ég hef orðið var tveggja aborta á 3. mánuði hjá
giftum konum, fjölbyrjum, og komu eggin í heilu lagi. Heilsaðist kon-
unum vel. Enginn abortus provocatus. Um takmörkun barneigna get
ég ekki dæmt. Fólkið les um ótal ráð og fær sér það, sem talið er að
við þurfi hér og þar, án þess að fara til læknis. Þó eru einstaka menn
«1. sem leita ráða, svo að þeir eignist ekki barn á hverju ári eða jafn-
vel betur.
Kópaskers. Var aðeins þrisvar vitjað til sængurkvenna. Engrar
stórrar aðgerðar var þörf. Leitað einu sinni héraðslæknis með fóstur-
eyðingu, cn ekki þótti ástæða til að sinna því. Nokkrir hafa leitað ráða
13