Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 207
205
Ólafsvikur. Heilbrigðisnefndir í Ólafsvík og á Hellissandi höfðu
báðar eftirlitsdaga og leiðbeindu og fyrirskipuðu um þrifnað utan
húss í byggðarlögunum.
Þingeijrar. Séð um árlega hreinsun á lóðum og lendum. Lætur ann-
ars litið yfir sér.
Flateijrar. Heilbrigðisncfndir aðgerðalausar. Fundir eru þó haldnir,
gerðar ályktanir og tillögur, þeim komið á framfæri, en fátt ber
árangur.
Isafj. 3 fundir voru haldnir á árinu. Þetta var gert: 1) Áætlaður
kostnaður við framkvæmd heilbrigðismála í bænum. 2) Gerðar ráð-
stafanir til að koma í veg fyrir fjósbyggingar í bænum. 3) Tekin vatns-
sýnishorn á ýmsum stöðum í bænum og send til sýklarannsókna á
Atvinnudeild Háskólans. Efnasamsetning var einnig athuguð. Rann-
sókn þessi leiddi í ljós, að saurgerlar voru í vatninu. Vegna þessa var
vatnsleiðslan og skólpleiðslan athuguð og reynt að gcra sér grein fyrir
því, hvaðan coligerlarnir gætu stafað. Ailar líkur þóttu benda til þess,
að gerlarnir væru úr búfjárhögum, en eins og kunnugt er, verður hér
að notast við yfirborðsvatn af fjalllendinu hér í kring, sem að vísu er
ofar allri mannabyggð. Til þess að ganga úr skugga um þetta var ráð-
gert að taka vatnssýnishórn úr öllum vatnsbólunum, en því varð að
fresta um sinn vegna kaffennis á fjöllunum. 4) Lagt tii, að fiskúr-
gangurinn yrði fluttur út á hlíð og steypt þar í sjóinn. 5) Gerðar ráð-
stafanir til að herða á eftirlitinu með mjólkurframleiðslu hér í ná-
grenninu og mjólkursölu á ísafirði. 6) Lagt fyrir Kaupfélagið, sem
rekur mjólkurstöðina hér, að hraða sem inest undirbúningi að stækk-
un stöðvarinnar, svo að sem fyrst yrði hægt að taka alla neyzlumjólk
bæjarins til gerilsneyðingar og afhendingar á flöskum.
Hólmavíkur. Heilbrigðisnefndin á Hólmavík mun líta eftir um-
gengni utan húss einu sinni á ári. Önnur störf hennar er mér ekki
kunnugt um.
Blönduós. Heilbrigðisnefndir kauptúnanna sjá um hreinsunarviku
á hverju vori, en annars hafa þær lítið látið til sín taka, enda eru þær
sjaldan ónáðaðar með umkvartanir. Samvizkan veldur þeim heldur
ekki andvöku.
Sauðárkróks. Heilbrigðisnefnd Sauðárkróks leit eftir þrifnaði, eink-
um utan húss. Ný heilbrigðissamþykkt er í smíðum.
Ólafsfj. Frelcar lítið liggur eftir nefndina, enda við ramman reip
að draga, ef ráðstafanir liennar koma í bága við vana og hagsmuni
einstaklinganna. Nefndin samþykkti, að eigi mætti bera slóg og fisk-
úrgang á tún innan vissra íakmarka við bæinn.
Akureyrar. Heilbrigðisnefndin hefur fasta fundardaga einu sinni
í mánuði og oftar, ef tilefni er til. Viðvikjandi sorphreinsuninni má
geta þess, að hinn nýi lokaði sorphreinsunarbíll hefur reynzt vel, og
aldrei hafa borizt jafnfáar umkvartanir vegna flutnings á sorpinu eins
og á þessu ári, enda mun mega segja, að nú hafi verið komizt næst
því að hafa sorphreinsun bæjarins i sæmilegu lagi, þótt enn þá sé
langt frá því, að sorpílátin séu alls staðar nálægt því að vera eins og
þau ættu að vera. Heilt braggahverfi er úti á svo kölluðum G.lerár-
eyrum, þar sem engin holræsi eru komin enn þá, og' hefur þetta valdið