Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 222
220
það til upprunalegra orðavals. Hins vegar er það svo, að á einum stað
í frásögninni, þar sem ræðir um óhreinan anda, er hlaupi í hunda
aðra en sporhunda, er greinarmerkjum í ÍB777/8vo hagað nær því,
sem ætla inætti, að verið hafi í upphafi, en í Lbs2578/8vo. Fyrir mis-
munandi greinarmerkjasetningu á þessum stað fylgja orðin en áður
eftirfarandi setningu í fyrr nefndu uppskriftinni, en undanfarandi
setningu i hinni síðar nefndu, og virðist sá lesháttur óeðlilegur. Þriðja
uppskriftin (Lbsl970/8vo) er hlutlaus um þetta atriði, með því að
þar er komma bæði framan umræddra orða og á eftir þeim.
Prófessor Jón Jóhannesson, sem búið hefur annái þenna til birt-
ingar, hefur góðfúslega skýrt mér frá niðurstöðum athugana sinna
um innbyrðis afstöðu annálsuppskriftanna. Telur hann Lbs2578/8vo
þeirra elzta og Lbsl970/8vo „efalaust“ ritaða eftir henni, en ÍB777/8vo
„nálega vafalaust" ritaða eftir hinni síðar nefndu. Frá hinni fyrst
nefnu uppslcrift telur hann einnig runna ÍB578/8vo og ÍB782/8vo
síðan ritaða eftir henni.
Með því að í þessari ritgerð verður eingöngu fengizt við efnisatriði
einnar frásagnar annálsins, og uppskriftum þeim, sem á annað borð
ná til þeirrar frásagnar, ber ekkert á milli um efnisatriði hennar,
skiptir innbyrðis afstaða uppskriftanna hér engu máli. Mundu rök-
semdir koma í einn stað niður, hverjum frásagnartexta sem fylgt væri,
einkum þeirra þriggja, sem heita mega samhljóða, einnig að orðalagi.
Þegar nú annáll séra Halldórs Gíslasonar verður bráðlega birtur, verð-
ur að sjálfsögðu fylgt texta Lbs2578/8vo. Til tilbreytingar og saman-
burðar, ef fróðleikur þætti í, verður frásögn annálsins, sem er við-
fangsefni þessarar ritgerðar, tilfærð hér á eftir samkvæmt texta ÍB
777/8vo, einnig með nokkurri hliðsjón af því, að ekki þykir nema
„nálega vafalaust“, hversu háttað sé tengslum þeirrar uppskriftar
við hinar uppskriftirnar. Uppskrift þessi er í syrpu: Accumulatio
eður Samansöfnun af ýmislegum smásögum og kvæðum ásamt laus-
um vísum og fleiru þess háttar, byrjuð árið 1855 af Magnúsi Einars-
syni (f. 1828, d. 1894, fræðimaður í vinnumannsstétt í Loðmundar-
l'irði og Eiðaþinghá eystra, mágur hins kunna fræðimanns Sigmundar
Matthíassonar Long og af sama fræðaskóla sem hann). Eitt af „fleiru
þess háttar“ í syrpunni er uppskrift annáls séra Halldórs Gíslasonar.
Eftir þeirri uppskrift verður títt nefnd frásögn prentuð hér orðrétt,
að öðru leyti en því, að á þremur stöðum eru augljós pennaglöp
(skökk beyging) leiðrétt í samræmi við Lbs2578/8vo. Ekki er hirt
um að prenta frásögnina stafrétta. Á einum stað er sýnt, hvernig
lesið er úr skammstöfun, eða öllu heldur bandi, en um það hafður
nokkur fyrirvari, að rétt sé ráðið, og er það þó í samræmi við hinar
uppskriftirnar. Á öðrum stað er sýnt, að staf er aukið í orð, með því
að þar er sennilega ekki um stafsetningaratriði að ræða, heldur af-
brigðilega (austfirzka?) orðmynd (rökur — rökkur). í Lbs2578/8vo
virðist mega lesa þetta orð eins vel eða fremur vökur. í uppskrift
Magnúsar Einarssonar og eins i Lbsl970/8vo er það tvímælalaust rit-
að Rökur, en í ÍB578/8vo greinilega Vökr. Ekki virðist verða á milli
séð, hvort sé eðlilegri lesháttur. Loks skal þess getið, að um nafn
heimasætunnar á Ekkjufelli er svolátandi athugasemd neðanmáls í