Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 104
102
og var fluttur á Sjúkrahús ísafiarðar. Lá þar enn um áramót. Gamall
maður viðbeinsbrotnaði í sama slysi, en greri vel. Alis voru slysin
þessi: Ambustiones 7, commotio cerebri 1, contusiones variae 26,
corpus alienum corneae 7, faucium 1, manus 3, subunguale 1, distor-
siones 18, fract. claviculae 1, colli femoris 2, cruris 1, ossis navicularis 1,
digiti 2, pelvis & acetabuli 1, lux. cubiti 2, humeri 1, vulnera contusa
31, incisivum 12, puncta plantae pedis 2, sclopetarium genus 1.
Flateyrar. Slys urðu allmörg á árinu, en flest lítilfjörleg og fóru
vel með sig. Mörg þessara slysa vildu til á togurum. Amputatio
traumatica antibrachii sinistri: 25 ára maður á togara varð á milli
skips og hlera úti á Halamiðum. 59 ára kona fékk aðsvif í stiga, datt
og særðist á höfði; komst til ráðs en dó nokkrum mínútum seinna úr
haemorrhagia cerebri. Fract. colli femoris: 82 ára kona datt á bað-
stofuloftinu; fáum dögum seinna fékk hún apoplexia cerebri. Dó svo
alllöngu seinna úr elli. Vulnera diversa 90, contusiones & distorsiones
34, ambustiones 12, fract. costarum 5, radii 1, ulnae 2, lux. humeri 1,
digitorum 2, cubiti 1, corpora aliena oculi 7, diversa 6.
Bolungarvíkur. Fract. ossis pedis 1, costarum 2, claviculae 1, fibulae
1. Mesta og alvarlegasta slysið var iux. pedis sinistri complicata c. fract.
fibulae: 46 ára gamall maður, er annaðist Ijósastöð þorpsins, snerti
með vinstra fæti leðurreim, meðan vélar voru í gangi. Lá hann á
gólfinu, þegar að honum var komið, og var gólfið útatað í olíu og
öðrum óhreinindum. Hafði sköflungurinn sprengzt út úr liðnum inn-
an fótar gegnum húðina, og lá liðaendinn ber innan á fætinum í
óhreinindunum. Var þetta rnikið meiðsli og ljótt. Sperrileggurinn var
brotinn nokkru ofar. Búið var um meiðslið eftir föngum á staðnum
og maðurinn þegar fluttur á sjúkrahús ísafjarðar. Líkur virtust litlar
fyrir því, að þetta gæti farið vel, eða liðurinn orðið hreyfanlegur í
framtíðinni, enda ekki gefnar miklar vonir á sjúkrahúsinu, er þangað
var ltomið. Var þar dælt í manninn pensilíni um nokkurt skeið.
Ekki gróf í liðnum. Maðurinn dvaldi á sjúkrahúsinu í 3 mánuði.
Síðan hefur hann dvalið heima, gengið töluvert á fótinn og að nokkru
stundað sömu atvinnu og áður. Fyrst i stað þrútnaði liðurinn, þegar
maðurinn tók að ganga á fótinn og varð maðurinn haltur. Hreyfan-
leiki er töluverður í liðnuxn. Má kalla furðu, hvað hér rættist vel úr,
og er þó sennilegt, að nuddlækningar og meiri hvíld mættu enn um
bæta.
ísafj. Slysfarir með rneira móti á árinu, en þó aðeins 1 dauðaslys, er
flugvél hrapaði í Hvammsfjörð, og drukknaði þar miðaldra maður
héðan úr bænum. Önnur slys voru þessi helzt: Fract. processuum
spinalium I, V—VI columnae & costarum (stúlka i Grunnavík
datt af heyvagni, er hestur fældist; var þegar flutt á sjúkrahúsið hér
og náði sæmilegri heilsu), baseos cranii (drengur reiddi annan á
hjóli fyiúr framan sig, 6 ára gamlan; hjólið lenti aftan á bifreið, sexn
þó var á hægri ferð, og steyptust báðir drengirnir í götuna; lenti sá,
sem reiddur var, undir afturhjóli bifreiðarinnar, en hinn slapp
ómeiddur; drengnum batnaði, að því er virtist án örkumla), cruris
sinistri (drcngur datt á skíðum), malleoli (karlmaður datt á skíð-
um), supra-malleolaris dextri (17 ára piltur datt úr skíðastökki),