Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 199
197
Ögur. Starfræktir voru skólar í Súðavík og Reykjanesi. Má telja
aðbúnað allan á báðum þessum stöðum sæmilegan. Heimavistarhúsið
í Reykjanesi þyrfti þó gagngerðra enrlurbóta, og er pappinn víða farinn
að brotna af því. Bætt hefur verið úr raka þeim, er stafaði frá heitri
klöpp, er það var byggt á, með því að steypa tvær þrær við sinn
hvorn enda hússins og leiða heita vatnið úr klöppinni í þær; síðan
var sökkt í þær tveimur stórum miðstöðvarofnum, og frá þeim liggur
hitakerfi hússins. Skólahúsið er gott og vel um gengið, en skóla-
borðin eru mjög léieg orðin og úr sér gengin og þyrftu endurnýjunar
að einhverju leyti.
Hesteijrar. Skólaskoðanir fóru engar fram á árinu, enda skólabörn
nú aðeins örfá eftir í héraðinu.
Hólmavíkur. Ekki tókst að ljúka við hina myndarlegu barnaslcóla-
byggingu á Hólmavík, svo að skólahald gæti hafizt þar um haustið.
Skólastaðir flestir hinir sömu sem áður í sveitum. Skólahúsið gainla
á Hólmavík lítt viðunandi lengur, enda dagar þess taldir sem skóla-
húss. 1 Kaldrananesi er notazt við gamalt samkomuhús fyrir heima-
vistarskóla. Það er að mínum dómi svo lélegt, að varla er nothæft
nema í neyð, enda svo illræmt vegna lculda, að foreldrar barnanna
taka börnin úr skólanum í kuldatíð. Þar er ekki vanþörf úrbóta.
Blönduós. Skólaeftirlit fór fram með líkum hætti og vant er, að því
undan teknu, að ég gerði aukaskoðun um miðjan vetur bæði á Blöndu-
ósi og í Höfða til þess að leita börnum lúsa og minna með því þau og
aðstandendur á, að sú skepna er ekki lengur friðuð. Hef ég jafnvel
haft í nokkrum hótunum um að banna börnum skólavist, ef þau
væru smitandi af lús, en ekki heíur þó verið gripið til svo róttækra
ráðstafana enn, enda þokast í áttina; almenningsálitið er orðið mjög
frábitið lús, en ekki lúsbitið, eins og áður var. Á skólastöðum og
skólahúsnæði hefur orðið lítil breyting nema á Blönduósi, þar sem
skólinn bjó við algerlega ónógt og að öllu leyti úrelt húsnæði á hættu-
legum umferðarstað í miðjum bæ, án leiksvæðis og við mjög ófull-
kominn hreinlætisútbúnað. í ársbyrjun var tekið í notkun nýtt og
fullkomið skólahús. Er í því ágætur leikfimissalur, sem að vísu var
ekki fullgerður að tækjum og öðrum útbúnaði, ásamt böðum fyrir
skólann og gufubaði fyrir almenning. Leikfimishús skólans er sam-
eign barnaskólans og kvennaskólans, og leikfimiskennari er sameig-
inlegur. Er þetta í fyrsta skipti, sem hægt hefur verið að halda uppi
nokkurn veginn fullkominni leikfimskennslu hér.
Sauðárkróks. Nýi barnaskólinn á Sauðárkróki reyndist síðbúnari en
til var ætlazt. Var ekki hægt að byrja kennslu þar fyrr en í febrúar,
og var hann þó hvergi nærri fullbúinn. Er fastlega vonazt eftir, að
hann verði fullger fyrir næsta skólaár. Sama er að segja um barna-
skólann, sem er í smíðum í Lýtingsstaðahreppi. Hann var ekki nema
hálfgerður, og varð í vetur að notast við óhentugt og litið húsnæði
á Varmalæk til bráðabirgða. Við sundlaugina í Varmahlíð var byggt
steinsteypt hús, og verða i því vinnuklefar og böð fyrir sundiðk-
endur. Gömlu klefarnir voru orðnir alveg ónothæfir. Verður þessi
bygging hluti af fyrirhugaðri skólabyggingu, sem á að rísa í Varma-
hlíð.