Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 27
25
Hafnarfi. Gerði vart við sig í öllum mánuðum ársins. Öll tilfelli væg.
Akranes. Stakk sér niður allt árið, en þó meira fyrstu 5 mánuði
ársins og svo i ágústmánuði.
ólafsvíkur. Gekk í júlí og haustmánuðina.
Reykhóla. Nokkur tilfelli, öll væg', flest siðara hluta ársins.
Bíldudals. Stakk sér niður öðru hverju flesta mánuði ársins, en
var væg't.
Þingeyrar. Gekk ekki sem faraldur, en kom fyrir flesta mánuði
ársins. Öll voru tilfellin væg, og náðu flestir sér fljótt.
Bolungarvíkur. Með minna móti og vægt það, sem var.
ísafi. Með allra mesta móti í mánuðunum júní til október, og hendir
þessi sumarútbreiðsla óneitanlega til matareitrunar af völdum sahnon-
ella-flokksins.
Hólmavíkur. Vægur faraldur í febrúar og marz og aftur í október.
Seinni faraldurinn var nokkru útbreiddari en mánaðarskrár bera með
sér, enda vægur á flestum og læknis ekki leitað. Seinna frétti ég, að á
Drangsnesi, þar sem faraldurinn geklc viku síðar en hér á Hólmavík,
hefði borið nokkuð á blóðkreppusóttareinkennum a. m. k. í 2—3 til-
fellum.
Hvammstanga. Gerði að venju nokkuð vart við sig. Faraldur á
Hvammstanga í marz, en vægur, svo að títt var læknis leitað.
Blönduós. Gekk talsvert um miðsumarið, einkum i börnum, en ann-
ars voru einstök tilfelli allt árið, eins og vanalega.
Sauöárkróks. Gerir lítið eitt vart við sig. Smáfaraldur í jútí. Yfir-
leitt vægt.
Hofsós. Örfá tilfelli.
Ólafsfi. Dreifð tilfelli. Gastritis kemur í smáöldum, með mikilli
uppsölu og stundum þrautum i kvið.
Dalvíkur. Faraldur í október—nóvember.
Akureyrar. Gert nokkuð vart við sig alla mánuði ársins, en var létt
nema í febrúar og marz, en þá eru talin allmörg tilfelli blóðsóttar, og
þykir mér sennilegast, að um þungt iðrakvef hafi verið að ræða.
Grenivikur. Fá dreifð tilfelli.
Breiðumýrar. Nokkur faraldur í apríl og ágúst, en gcrði ekki vart
við sig þess á milli.
Kópaskers. Alltaf viðloðandi, flest tilfellin þó í maí—júní. Hiti var
ekki hár nema i sunnim tilfellum, en feikilegur niðurgangur, vatns-
tær, og uppsala mikil. Flestir sjúklinganna hér á Kópaskeri, enda
breiddist veikin út héðan, þegar vegir urðu færir og samgöngur tíðari
við sveitina.
Þórshafnar. Nokkur tilfelli í janúar og júlí. Súlfagúanidín óbrigðult.
Egilsstaða Dreifð tilfelli, oft þrálát, en án alvarlegra afleiðinga.
Segðisfi. Mest bar á iðrakvefi seinna part sumars.
Nes. Dreifð tilfelli, frekar væg.
Búða. Gerði vart við sig með svipuðum hætti og áður.
Ilafnar. Enginn alvarlegur faraldur.
Breiðabólsstaðar. Engir faraldrar. Mest bar á veikinni í október, og
mátti geta sér til, að það st.æði í sambandi við miður þrifalega með-
ferð kjöts i sláturtíðinni.
4