Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 197
195
tilsögn í hjálp í viðlögum nemendum vélstjórnarnámskeiðs Fiskifé-
lags íslands, sem haldið var hér.
Blönduós. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál fór ekki önnur fram
en sú, sem rekin er í sambandi við daglegt læknisstarf í einkasamtöl-
um. Það er ekki orðinn siður hér að hafa fræðandi erindi eða aðra
heimafengna skemmtikrafta á samkomum, eins og tíðkaðist á fyrstu
áratugum aldarinnar. Ef til vill á útvarpið sinn þátt í þessu. Fólk er
bæði orðið kröfufrekara, og svo eru erindi alls konar orðið svo dag-
legt brauð, að fólk er orðið lystarlaust á þau.
Akureyrcir. Héraðslæknir kenndi heilsufræði 3 tíma vikulega í 3.
bekk Gagnfræðaskóla Akureyrar og flutti auk þess tvö erindi um
heilbrigðismál fyrir Alþýðuflokksfélag Akureyrar.
SeyÖisfj. Engin opinber fræðsla um heilbrigðismál; þar sem hún er
veitt, mun heldur ekki vera mikil aðsókn að henni. En í samtölum við
fólkið gefst tækifæri til að fræða þá, sem hlusta vilja.
Vestmannaeyja. Fólki leiðbeint i þessum efnum, eftir því sem ástæð-
ur leyfa.
11. Skólaeftirlit.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa borizt úr öllum liéruðum nema
Hesteyrarhéraði, en þar mun líiið hafa farið fyrir skólahaldi. Skýrslur
þær, er borizt hafa, taka alls til 13995 barna.
Samkvæmt heildarskýrslu (tafla X), sem gerð hefur verið upp
úr skólaskoðunarskýrslum héraðslæknanna, hafa 11905 börn, eða
85.1 % allra barnanna, notið kennslu í sérstökum skólahúsum öðrum
en heimavistarskólum, 538 börn, eða 3,8%, hafa notið kennslu í
heimavistarskólum, en þau hafa þó hvergi nærri öll verið vistuð í
skólunum. 1264 börn, eða 9,0%, hafa notið kennslu í sérstökum her-
bergjum í íbúðarhúsum og 288, cða 2,1%, í íbúðarherbergjum innan
um heimilisfólk. Upplýsingar um loftrými eru ófullkonmar, en það
virðist vera mjög mismunandi: 1 hinum almennu skólahúsum er loft-
rými minnst 1,6 m3 og mest 13,4 m3 á barn, en jafnar sig upp með
3,5 m3. í heimavistarskólum 0,9—13,1 m3, meðaltal 3,8 m3. í hinum
sérstöku kennsluherbergjum i íbúðarhúsum 1,5—11,7 m3, meðaltal
4.1 m3. í íbúðarherbergjum 2,8—7,7 in3, meðaltal 5,5 m3, sem heimilis-
fólkið notar jafnframt. í hinum sérstöku skólahúsum, þar sem loft-
rýmið er minnst, er það oft drýgt með því að kenna börnunum til
skiptis i stofunum. Vatnssalerni eru til afnota í skólanum fyrir 11958
þessara barna, eða 85,4%, forar- og kaggasalerni fyrir 1924 börn,
eða 13,8%, og ekkert salerni hafa 113 börn, eða 0,8%. Leikfimishús
hafa 9296 barnanna, eða 66,4%, og bað 9999 börn, eða 71,4%. Sér-
stakir skólaleikvellir eru taklir fyrir 9246 börn, eða 66,1%. Læknar
telja skóla og skólastaði góða fyrir 10394 þessara barna, eða 74,3%,
viðunandi fyrir 3185, eða 22,7%, og óviðunandi fyrir 416, eða 3,0%.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Akranes. Eins og vikið er að í fyrra árs skýrslu, voru húsakynni
barnaskólans orðin óviðunandi. Var nú það ráð tekið að taka leik-
fiinishús barnaskólans til kennslu, og var það hólfað sundur. Fengust