Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 145
143
Bolungarvikur. Vínnautn svipuð og áður, þó ekki meiri, að því er
virðist. Kaffi- og tóbaksnautn svipuð og áður. Þó hefur stundum ver-
ið skortur á vindlingum, en þeir eru mest notaðir.
Blönduós. Áfengisnautn mun hafa vaxið á síðari árum, og ber eink-
um á henni í sambandi við flestar eða allar skemmtannir, sem hér
eru haldnar, en þar eru auðvitað heizt að verki ungir menn. Að vísu
er venjulega auglýst, að aðgangur sé bannaður ölvuðum mönnum, þvi
að flest félög nota þá hræsni, án þess að sýna minnstu viðleitni til
að hindra ölvun á samkomum sínum. í sambandi við allar meira háttar
skemmtanir hér á Blönduósi má ailtaf bviast við vökunótt á sjúkra-
húsinu, því að það stendur fast við aðaigötu bæjarins, gegnt hóteiinu
og steinsnar frá samkomuhúsinu. Ungum stúlkum virðist ekki þykja
það neinn ljóður á ráði dansknapa sinna, að þeir séu talsvert undir
áhrifum víns, en fátítt mun það vera, að þær hafi sjálfar vín um
hönd. Reykingar eru mjög almennar, þó ekki meðal ungra stúlkna,
og kerlingunum finnst kaffið naurnt skammtað.
Sauðárkróks. Áfengisneyzla talsverð, einkum á samkomum, og sorg-
lega mikil hjá unglingum. Kaffi er nii skammtað, sem kunnugt er,
en mörgum finnst kaffiskammturinn lítill, einkum þar sem ekki eru
börn til að drýgja skammtinn. Sykurskammtur er líka lítill, og kvarta
konur um, að þær geti ekki bakað kökur, en hins vegar er alltaf hægt
að fá ótakmarkað af kökum og sælgæti í brauðgerðarhúsum, rán-
dýrt og misjafnt að gæðum. En segja má, að fólk geti neitað sér um
slíkt. Tóbaksneyzla er alltaf mikil, og setja menn ekki fyrir sig,
þótt dýrt sé.
Ólafsfi. Áfengisnautn er ekki teljandi. Ekki er hægt að segja, að
almenningur geti nú orðið þjórað kaffi, vegna skömmtunarinnar.
Tóbaksnautn virðist halda velli og vel það. Hörmulegt er, hversu
margir unglingar byrja snemma að reykja. Hefði verið nær að eyða
einhverju af þeirri orku, sem fór í „ölæðis“-farganið, til þess að at-
huga reykingar unglinga og barna og taka það mál til alvarlegrar
meðferðar, því að áreiðanlega er þar um stórkostlegt vandamál að
ræða.
Akuregrar, Áfengisnautn er hér sennilega minni en víða annars
staðar á landinu, en þó alltof mikil, einkum í sambandi við hvers kon-
ar skemmtanir. Tóbaksreykingar mjög miklar, einnig meðal unglinga.
Grenivíkur. Áfengisnautn fremur litil. Kaffinotkun svipuð og áður
og tóbaksnautn töluverð. Þó hafa nokkrir ungir menn hætt reyk-
ingum.
Vopnafi. Allt mjög notað í hófi. Vínnautn ekki svo, að teljandi sé.
Bakkagcrðis. Áfengisnautn kvað engin vera, en kaffi og tóbak mun
notað í svipuðum mæli og annars staðar.
Segðisfi. Drykkjuskapur hvorlci áberandi né aimennur, en á sam-
komum hættir sumuin ungum mönnum við að kunna sér ekki hóf,
enda hæg heimatökin hér, þar sem vínverzlun er í bænum, og ekki
er horft i skildingana. Kaffi- og tóbaksnautn mun vera svipuð hér
sem annars staðar.
Breiðabólsstaðar. Áfengis- og tóbaksnautn er mun minni hér en
víða annars staðar.