Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 26
24
7. Taugaveiki (febris typhoidea).
Töflur II, III og IV, 7.
Sjúklingafiöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl 3 6 3 4 5 „ 4 1
Dánir „ 1 >> >> >> >> >>
194G 1947
1 2
» »
2 tilfelli skráð í 2 héruðum (Bolungarvíkur og Selfoss). Fyrir Sel-
fosstilfellinu er gerð nánari grein hér á eftir, en af Bolungarvíkurtil-
fellinu segir ekkert (misskráning?).
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Kom ekki fyrir á árinu.
Hafnarfi. Varð ekki vart. Smitberar engir, svo að kunnugt sé.
Blönduós. Gerði ekki vart við sig, frekar en síðustu undangengin
ár, og eini taugaveikissmitberinn, sem til var í héraðinu, dó á þessu
ári, en þangað mátti rekja þau taugaveikistilfelli, sem komið hafa
fyrir í héraðinu í seinni tíð.
Selfoss. Miðaldra bóndi að Læk í Hraungerðishreppi veiktist af
þessari sótt í febrúarmánuði og varð allþungt haldinn, en lifði af.
Heimilið var sett í sóttkví og mjólkursendingar þaðan stöðvaðar. Sótt-
in barst ekki út af hæ þessum, og enginn annar en bóndinn sýktist
á heimili þessu. Konan ein stundaði bónda sinn. Þau hjónin eru barn-
laus, en eiga eina fósturdóttur, 11—12 ára. Aðrir unglingar eru ekki
á heimilinu. Auk hjónanna og telpunnar var þar einn vetrarmaður á
fertugsaldri, og um þetta leyti var móðir húsfreyjunnar þar. Hún er
búsett í Keflavík og hefur verið sjúklingur og að mestu leyti rúmföst
í s. 1. 20 ár, eða svo. Hafði hún fengið taugaveiki fyrir einum 30 árum
eða meira. Um upptök veikinnar varð ég einskis vísari; en því er ekki
að neita, að grunur minn hringsólar stöðugt í kringum gömlu kon-
una, tengdamóður sjúklingsins. En vegna þess, hve sjúk hún var á
líkama og sál, hafði ég ekki herkju í mér til þess að herða i því að
fá hana rannsakaða til fuhnustu, með tilliti til þess, að hún kynni
að vera sýkilberi. En illt þótti mér að vera þess ómegnugur að upp-
lýsa, hvaðan bóndanum hafði borizt smitið.
Laugarás. Er nú væntanlega útdauð hér að fullu.
Keflavíkur. Vitað er um sjúkling, sem talinn var smitberi fyrir 6
árum, en taugaveiki hefur aldrei verið hér, síðan ég kom í héraðið
1942.
8. Iðrakvef (gastroenteritis acuta).
Töflur II, III og IV, 8.
Sjúklingafiöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl......... 1961 2990 5266 2395 4657 2753 3122 4937 3442 3587
Dánir ........ 4 3 7 6 9 5 7 5 8 3
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Heldur fleiri sjúklingar slcráðir á þessu ári en 1946. Var kvilli
þessi dreifður nokkuð jafnt vfir alit árið. Talið er, að 2 hafi dáið.