Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 143
141
Flateijrar. Mjólkurframleiðsla er mikil í Önundarfirði og mikið af
mjólkinni selt til ísafjarðar, einnig þegar mjólkurskortur er á Flat-
eyri. I Súgandafirði skortir alltaf mjólk. Virðist mér mikið og óþarft
slcipulagsleysi ríkja hér í þessum málum.
ísafj. Mjólk er nú flutt hingað úr Djúpinu og frá Önundarfirði, og
er öll sú mjólk gerilsneydd. Mest er þó mjólkurframleiðslan hér i ná-
grenninu, Firðinum og Hnífsdal, en þó vantar enn mikið á, að nóg
mjólk berist í bæinn til að fullnægja eftirspurninni. Þess vegna réðst
bærinn í það að kaupa Kirkjuból hér inni í firðinum til þess að hag-
nýttir yrðu sem bezt möguleikarnir þar fyrir aukna mjólkurfram-
leiðslu.
Hólmavíkur. Nokkur mjólkurskortur í sjávarþorpinu Drangsnesi,
enda þar, sem annars staðar í héraðinu, allmikið um vanhöld á kúm
undanfarið ár. Mjólkursala hingað í þorpið lítil, helzt frá 2—3 myndar-
heimilum.
Blönduós. Bændur tóku nú að hleypa mjög upp kúastofni sínum,
og hafin var bygging ekki svo fárra fjósa úr steinsteypu, flestra fyrir
12—24 nautgripi. Eru þetta yfirleitt vönduð liús og dýr, 3000—5000
krónur á grip, þegar hlöður og önnur meðfylgjandi útihús eru reikn-
uð. Mjólkurframleiðsla eykst hröðum fetum, enda lokið við að reisa
stóra og fullkomna þurrmjólkurstöð á Blönduósi, hina fyrstu hér á
landi, en bændur fækka sauðfé sínu og auka þó kúastofninn meira
en þvi svarar. Hér er í raun og veru að verða mikil og allmerkileg
breyting í búnaðarháttum. Stórvirkar vélar eru keyptar inn í hér-
aðið til ræktunarframkvæmda, heyskapur utan túns að leggjast niður,
nema þar sem véltækar flæðiengjar eru, og meginframleiðsla sveit-
anna er að færast yfir á mjólk, sem mestmegnis er breytt í þurr-
mjólk. Þess verður þó ekki enn vart, að bændur svelti sig og heimilis-
fólk sitt með mjólk, eins og víða er annars staðar, þar sem mjólk er
framleidd til sölu.
Sauðárkróks. Mjólkursamlagið starfar alltaf með svipuðum hætti,
og fá kaupstaðarbúar þar mjólk eftir þörfum og aðrar mjólkurafurðir,
en þó er stundum knapnt um smjörið. í ráði er að flytja samlagið og
byggja nýtt, og var i ár byggð ný ostageymsla. Sú, sem til var, þótti
óhæf orðin, þó að samlagið sé ekki gamalt. Ýmis tilhögun við mjólkur-
framleiðslu mætti vera betri og lireinlegri, og þyrfti að stefna að því
að öll mjólk yrði seld á tilluktum flöskum. Kúm fækkar alltaf í kaup-
staðnum, en margir hafa enn þá mjólk fyrir sig og eru jafnvel af-
lögufærir.
Ólafsfj. Alltaf flutt mjólk frá Mjólkursamlagi KEA allt árið og
svo frá nágrannabæjum.
Akureijrar. Langmest af þeirri mjólk, sem seld er í Akureyrarbæ,
gengur í gegnum Mjólkursamlag KEA og er stassaníseruð þar. Þetta
er bezta trygging þess, að ekki sé miki! ástæða til að óttast, að heilsu-
fari bæjarbúa stafi mikil hætta af mjólkurneyzlunni, enda æskilegast,
að Ö)1 sölumjólkin fari þessa boðleið. Segja má þó, að það sé mikill
galli, að ekki er hægt að fá flöskur til að láta mjólkina i, því að eins
og nú er háttað, að selja verður mjólkina í lausum ílátum (þ. e.
fötum og brúsum), er alltaf hugsanlegt, að alls konar sóttkveikjur