Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 224
222
þegar sóttareinkenni taka að gera vart við sig. Þá er hér ekki skýrt frá
neinni smávegis reynslu um það, hver jar dýrategundir eru næmar fyrir
sóttinni og taka hana (hundar, naut, hestar, sauðir, kettir og refir, að
ógleymdum mönnum). Þegar nú hér við bætist, hversu margt er tínt
til um hátterni hinna sjúku dýra og þó fátt eitt um fram það, sem
dæmi eru til um, að gerzt getur um hundóð dýr, má vel sýnast lík-
legra, að ausið hafi verið úr fræðibók um hundaæði, en ófróðum leik-
mönnum hafi heimzt allur þessi fjölskrúðugi og þó staðgóði fróð-
leikur um sóttina af að athuga einn faraldur hennar, er fljótt var af
rokinn og gekk yfir tiltölulega takmarkað svæði.
Sízt eykur það á líkindi fyrir sannleiksgildi frásagnarinnar, að
jafnannálsverður atburður skuli ekki finnast skráður í öðrum annál-
um, þar á meðal ekki í annál þeim, sem hefði átt að vera allra annála
líklegastur til að kunna frá þessu að greina. Er það annáll Péturs Þor-
steinssonar (f. 1720, d. 1795), sýslumanns í norðurhluta Múlasýslu
(1751—1786). Annáll þessi, Ketilsstaðaannáll í Annálum Bókmenntafé-
lagsins (IV/389—462), tekur vfir tímabilið 1742—1784, og eru ýtar-
lega skráðir atburðir beggja áranna, sem hér koma til greina (1765 og
1766). Síðara árið er m. a. gctið um fjársýki í Húnavatnssýslu. En um
hinn skæða faraldur, sem á þessum árum á að hafa gengið á slóðum
sjálfs annálaritarans og vel liklega í heimasveit hans, er hins vegar
enginn stafur, og er því eftirtektarverðara sem Pétur Þorsteinsson mun
hafa verið allvel læknisfróður og hefði átt að hafa öðrum fremur skilyrði
til að dæma um, hverjum tíðindum slíkur faraldur hefði sætt. Þó tekur út
yfir, að svo læknasögulega einstæður atburður sem faraldur hins ill-
kynjaðasta hundaæðis, er lagðist ekki einungis á öll húsdýr lands-
manna, heldur gat haft það til að granda fólki, skuli ekki hafa náð því
að komast í skýrslur lækna eða önnur rit þeirra, þó að landlæknisemb-
ættið væri þá stofnað fyrir 5—6 árum, hinn fyrsti landlæknir, Bjarni
Pálsson, hefði þegar fyrir 2—3 árum lokið við að mennta og gert að
fjórðungslækni hinn fyrsta nemanda sinn (Magnús Guðmundsson) og
langt kominn að gera hinum næsta (Hallgrími Bachmann) sömu skil,
en var sjálfur enn á bezta reki. Minnugur hefði hann mátt vera fyrir-
mæla í erindisbréfi sínu um að láta slíkt og þvílíkt ekki fara fram hjá
sér (Instruction for Landphysicus 19. mai 1760, 16):
Naar smitsomme og andre epidemice grasserende Sygdomme, eller Morbi
chronici, indfinder sig, maa han nöie observere deres principium, increment-
um, statum et declinationem, med alle dertil hörende critiske Omstændig-
heder, saa og hvad Remedia han derimod bruger, og hvilke han har fundet
at være nyttigst og sikkrest, og annotere alt saadant udi en dertil indrettet
Bog, til Nytte for Efterkommerne, desuden skal og Landphysicus om alt dette
aarlig correspondere med Decano Facultatis ex Collegio Medico, som bör
saasnart mueligt communicere Sligt de övrige Membris Collegii Medici,
og Secretarius meddele ham deres Betænkning, hvilket Alt udi den ommeldte
Bog bör indföres.
Þrátt fyrir þetta finnst enginn skráður stafur frá hendi Bjarna
Pálssonar uin faraldur þenna á þeim stöðum, þar sem slíks þykir lík-
legast að leita, svo sem i embættisbréfabók hans frá árunum 1765—
1766 og næstu árum á eftir. Virðist þó bók þessi vel og reglulega færð.
Hinn 19. desember 1765 ritar Bjarni Pálsson Cammer Collegio, þ. e.