Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 129
127
6. Heilsuverndarstöð Vcstmannaeyja.
Berklavarnir. Sérstaklega greindar rannsóknir (auk berlda-
prófs) 1187 á 1370 manns (þar af nýir 341). Reyndust 53, eða 3,9%,
hafa virka berklaveiki. 5, eða 4,0%, höfðu smitandi berklaveiki. Rönt-
genskyggningar 1093. Röntgenmyndir 8. Blóðsökk 72. Hrákarann-
sóknir 14. Loftbrjóstaðgerðir 78 (á 4 sjúklingum).
Ungbarnavernd. Heimsóknir alls 223, þar af nýjar 90. Lítils
háttar beinkramareinkenni á 22 börnum. Ljósbaða nutu 168 börn.
Hjúkrunarkonan fór í 52 heimsóknir út um bæinn. Starfaði aðeins
hálfan daginn við stöðina.
Eftir 1 it með barnshafandi konum. 10 vanfærar konur
komu á stöðina á árinu, og nokkrum fleirum hafa læknar fylgzt með
og rannsakað á lækningastofum.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Ólafsvikur. Sjúkrasamlög eru í 2 hreppum af 5, 1 hjúkrunar-
félag (í Ólafsvík). Hjúkrunarfélagið keypti röntgentæki (Picker
Corp.), sem hefur verið mikið notað m. a. af aðstoðarlækni berkla-
yfirlæknis (Jóni Eiríkssyni), er kom hingað 24. júní og gegnlýsti hér
nálega 240 manns, og lauk hann lofsorði á tækið. Er það geymt í gesta-
herbergi í kjallara prestsetursins í Ólafsvík, því að húsnæði er ekkert
fyrir það i bústað héraðslæknis.
Búðardals. Engin ný sjúkrasamlög stofnuð á árinu, ef til vill meira
fyrir það, að menn treystu því, að Alþýðutryggingarnar tækju til
starfa, eins og ákveðið hafði verið í fyrstu, en ekkert varð þó úr.
Þingcyrar. Sjúkrasamlög hin sömu og áður, þ. e. í 2 hreppum af 3.
Hagur þeirra er með bezta móti, því að sjúkrakostnaður er lítill.
Iðgjöld munu eitthvað hafa hækkað. Enginn samningur er við lækni
héraðsins.
Flateyrar. Hjúkrun sjúkra manna og ýmiss konar heilbrigðiseftir-
lit annast lærð hjúkrunarkona á Suðureyri á vegum sjúkrasamlags-
ins þar og á þess kostnað. Vinnur hún í samráði við héraðslækni, og
að fyrirmælum hans hefur hún í vörzlum sínum nokkrar lyfjabirgðir
og afgreiðir þær í samráði við lækni í síma. Árið 1946 fór hún í 1511
sjúkravitjanir, gerði 344 sinnum að sárum og kaunum, og aðrar
hjúkrunaraðgerðir voru 311. Auk þessa annaðist hún eftirlit með
þrifnaði í barnaskólanum, sá um ljósböð á vegum Suðureyrarhrepps,
og nutu þeirra 64 börn. Tilsvarandi tölur þessa árs eru 1657, 641,
155, en Ijósbaða nutu aðeins 16 börn á þessu ári. Hjúkrunarkonan
hefur 250 króna grunnlaun og frítt húsnæði, en tekur ekkert fyrir
einstök störf. Suðureyrarhreppur hefur notið styrks til þessarar starf-
semi árið 1946 úr ríkissjóði, alls kr. 1000,00, en síðan ekki. Vera
hjúkrunarkonunnar á Suðureyri og starfsemi hennar þar er íbúunum
afar mikils virði og mikils um vert, að haldast megi. Sjúkrasamlög
störfuðu i öllum hreppum héraðsins á sama grundvelli og að undan-
förnu og nutu almennra vinsælda.
ísafj. Ungbarnaeftirlitið lá niðri á árinu, ýmist vegna farsótta
(mislinga) eða húsnæðisvandræðanna. Á starfscmi sjúkrasamlagsins
á ísafirði varð sú breyting á árinu, að tekið var upp læknaval, en
áður höfðu 2 læknar annazt alla sjúkrasamlagsmeðlimi í sameiningu.