Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 22
20
Skráðir sjúklingar með flesta móti, cn að öðru leyti lítið sérkenni-
legt um kvef og kveffaraldra á árinu.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Var talsvert milcil á árinu, lítið eitt meiri en næsta ár á undan.
Gera má ráð fyrir, að ekki sé alltaf skýr sjúkdómsgreining milli kvef-
sóttar og inflxienzu þá mánuði, sem hún gekk. 1 er talinn dáinn úr
lungnakvefi á árinu.
Hafnarjj. Viðloðandi allt árið, en varla hægt að greina sérstaka far-
aldra. Aldrei illkynja.
Akranes. Gekk allt árið, en mest mánuðina jan.—marz og okt.—
nóv. Fylgdi henni að vanda hiti i byrjun og þrálátur þurrahósti
(tracheitis).
Ólafsvíkur. Aðallega fyrsta og siðasta ársþriðjung. Illt að greina
milli inflúenzu og kvefs.
Búðardals. Mest bar á kvefi í marz, og loddi það við öðru hverju
allt sumarið fram í ágúst.
Reykhóla. Dreifð tilfelli flesta mánuði ársins.
Bíldudals. Mjög útbreidd allt árið, sérstaldega þó 3 siðustu mánuði
ársins. Getur varla heitið, að nokkurn tíma dragi verulega úr veik-
inni, eða réttara sagt: Einn faraldurinn tekur við af öðrum. Sérstak-
lega vor og haust bar allmikið á barkakvefi með hörðum, sárum hósta
og hæsi, svo að stappaði nærri sogum í börnum, og sumir fullorðnir
voru að heita mátti þegjandi hásir í 1—2 vikur. Lítil áhrif finnst mér
venjuleg expectorantia hafa á kvefið, og standa menn ráðalitlir gagn-
vart því. Ég býst við, að „rúmlega og 12 vasaklútar“ sé bezta ráðið,
eins og sagt er, að gamall og reyndur læknir hafi komizt að orði.
Þingeijrar. Kom fyrir alla mánuði ársins, en flest tilfellin vor og
haust. Nokkrir fengu hólgu í sínusa. Enn sem fyrr eru mörkin milli
kvefs og inflúenzu í nokkurri þoku, og má því búast við misskráningu
milli þessara sótta, því að inflúenza gekk i héraðinu á árinu.
Flateyrar. Viðloðandi meira og minna 10 mánuði ársins, allþung á
mörgum og með ýmsum fylgikvillum.
Bolungarvíkur. Kvefs kenndi nokkuð í byrjun árs. Bar síðan ekki
mikið á því fyrr en í júní og júlí og svo aftur í 2 síðustu mánuðum árs-
ins. Kvef þetta var ekkert illkynja né óvanalegt.
tsafj. Með mesta móti.
Hólmavíkur. Einkum áberandi fyrra hluta ársins. Vægur faraldur
í október og nóvember, en fæstir leituðu Iæknis og fáir því skráðir.
Lítið um fylgikvilla.
Hvammstanga. Viðloðandi allt árið. Þó enginn skráður í ágúst og
september. Einna mest fyrra hluta ársins. 1 dauðsfall skráð i marz,
barn á 1. ári.
Blönduós. Með meira móti og dreifð yfir allt árið, en í febrúar og
marz gekk einnig inflúenza, og var oft álitamál, hvort skyldi heldur
skrásetja.
Sauðárkróks. Kvefsóttarfaraldrar gengu í ársbyrjun og svo aftur í
okt.—nóv. og var þá allþungur. Annars verður vart kvefsóttar meira
eða minna allt árið.
Hofsós. Viðloðandi allt árið.