Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 54
52
staðahæli, og dvelst hún þar nokkra hríð. Er send þaðan nokkurn veg-
inn hress. Sezt hér að og giftist, en eignast ekki börn. Kvefgjörn reynd-
ist hún þau ár, er hún dvaldist hér, hin síðustu. Var mjög grannholda
og veikluleg útlits. Annað slagið fór hún til rannsóknar, einkum suð-
ur. Koin þaðan jafnan aftur, án þess að athugasemdir fylgdu. í
sumar fékk hún kvef með nokkrum sótthita. Skyndilega kom mikil
blóðspýja. Bar á hósta í nokkra daga, hryglu fyrir brjósti og blóð-
uppgangi, þar til yfir !auk. Eftir heimkomuna var hún samvistum að-
eins við eiginmann sinn og móður sina gamla. Engar likur eru til þess,
að þau hafi sýkzt frá henni, enda ekkert á þeim borið og þau þar að
auki verið rannsökuð nánara, að minnsta kosti eiginmaðurinn. En
samgöngur voru nokkrar við heimili bróður hennar, sem átti noltkur
ung börn. Sérstaldega mun hún hafa gefið sig að bróðurdóttur sinni,
6—7 ára gamalli. Þessi litla stúlka veiktist í fyrra af lungnaberklum
og var flutt á sjúkrahús ísafjarðar. Er hún þar enn og er talin svo
hress, að bráðum muni hún verða send heim. Nokkrar líkur geta verið
fyrir því, að þessi litla stúlka hafi sýkzt af frænku sinni, þó að óvíst sé.
Eins og getið hefur verið um í síðustu skýrslum, virðist berklaveikin
vera í rénun í héraðinu. Unglingspiltur veiktist af brjósthimnubólgu.
Lagðist ekki á sjúkrahús, en lá heima nokkrar vikur. Tók til að vinna
að sumrinu létta vinnu, að vísu án leyfis. Hefur ekki borið á sjúk-
dómnum síðan. Hefur framan af vetri stundað sjó eða verið á rnótor-
skipi. Piltur þessi hefur verið á heimili foreldra sinna og með þeim.
Faðirinn talinn grunsamlegur með tilliti til lungnaberkla, en aldrei
fundizt nokkuð það að honum, er byggja mætti á. Er hann nokkurn
veginn hress og stundar erfiðisvinnu annað slagið. Meðal skólabarna
á þessu ári er talið, að 1 hafi orðið jákvætt við berklapróf, en hafði
ekki verið það áður. Þetta er 12 ára stúlka, alsystir fyrr nefnds pilts,
og einnig á heimili foreldra sinna. Allt þetta fólk hefur verið gegnlýst
á ísafirði oftar en einu sinni og sumt í Reykjavík. Ekkert hefur að
því fundizt, er byggja mætti á, nema merkin eftir brjósthimnubólgu
á piltinum. 36 ára rafvirki hér í bænum fékk brjósthimnubólgu. Hafði
verið töluvert samvistum við berklaveikan mann, er dó hér í þorpinu
á árinu 1946.
ísafi. Lægsta tala berklasjúklinga, sem skráð hefur verið. Af 6 ný-
skráðum berklasjúklingum heimilisföstum í héraðinu á árinu fund-
ust aðeins breytingar í lungum hjá 1 karlmanni yfir sextugt, en það
er raunar gamall sjúklingur, þótt ekki hafi hann verið á skrá síðustu
árin. Hér er um að ræða kroniska sinitandi lungnaberkla, sem þó var
talið, að hefðu batnað fyrir rúmum 10 árum síðan, en nýsmitanir í fjöl-
skyldu sjúklingsins leiddu athyglina að honuin aftur. Ekki tókst að
koma manninum á sjúkrahús á árinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Niðurstaða berklaprófs í skólum á árinu var sú, að jákvæðir reyndust
í barnaskólum 6—14 ára 7,3% (1946: 6,7%, 1945: 8,3%), í gagnfræða-
skóla 12—20 ára 13,0% (1946: 13,6%, 1945: 16,3%), i húsmæðra-
og iðnskólum 16—45 ára 45,0% (1946: 49,0%, 1945: 50,0%). 1 hinna
nýsmituðu skólabarna veiktist og var vikið úr skóla; 2 öðrum börn-
um var og vikið úr skóla um tíma vegna berklaveiki. Enginn dó úr
berklaveiki á árinu.