Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 105
103
humeri (öldruð kona hrasaði á götu), digitalis (hamar féll á hendi
rnanns), claviculae (13 ára telpa rakst á aðra telpu i handbolta),
Collesi 2 (öldruð kona og maður, duttu bæði á götu). Sublux. arti-
culationis cubiti (drengur var að stökkva yfir hestinn í leikfimi, en
niistókst stökkið). Lux. talo-cruralis complicata (vélamaður ætlaði
að spyrna reirn af kasthjóli bátsvélar, en festist með fótinn á milli
reimar og kasthjóls, og dróst með einn snúning), cubiti (kona í Skötu-
firði datt ofan af grjótgarði). Commotio cerebri (bíll valt út af vegi,
og var bílstjórinn inni í húsinu). Önnur ásamt vulnus capitis (rosk-
iun maður stóð á bryggjubrún i Hnífsdal, bíll „bakkaði“ á hann, og
féll maðurinn út af bryggjunni, kom niður í bát og lenti höfuðið á
borðstokknum; batnaði). Hin þriðja ásamt fract. costaruin & contusio
regionis clavicularis sinistrae (miðaldra maður datt ofan af palli bíls,
sem var á fullri ferð, og varð undir öðru afturhjóli; var dreginn með-
■vitundarlaus undan bílnum og fluttur á sjúkrahús; náði fullri heilsu).
Combustio regionis femoralis dextrae III (30 ára kona), regionis
brachii & antibrachii dextrae III (ársgamalt barn). Þetta voru mæðg-
ur, staddar í eldhúsi að Gjögri í Strandasýslu. Konan tók ketil með
sjóðandi vatni af eldavél, en datt. Hefur líklega liðið yfir hana og
helltist sjóðandi vatnið yfir hana og dóttur hennar, sem var að leika
sér á gólfinu. Síðan átti að flytja mæðgurnar í flugvél til Reykjavík-
llr, en flugvélin bilaði, tókst þó að Ienda hér, og voru þær lagðar á
sjúkrahús. Combustio facici I, II (miðaldra maður var að kveikja upp eld
1 olíukyntum miðstöðvarkatli í skipi; sprenging varð í katlinum, og gaus
foginn framan í manninn, sem brenndist allmikið á andliti og sjá-
aldri). Vulnus incisivum regionis antibrachii c. discisione arteriae
radialis & tendinis digiti III (unglingar voru að togast á um snæri, og
setlaði einn þeirra að skera á snærið, en svo illa vildi til, að hann skar
a úlnlið þess, er í snærið hélt; þetta var inni í Reykjanesi, og var
sjúklingurinn þegar fluttur á sjúkrahús, og greru sár hans fljótt og
Vel), contusio regionis genus (drengur datt á götu), regionis anti-
hrachii c. haemorrhagia (maður úr Bolungarvilc rak hnefann í gegn-
um rúðu; fluttur hingað á sjúkrahús), incisivum manus dextrae
(niaður var að handleika hníf). Contusio regionis inguinalis dextrae
c- vulnere (togarakarl lenti í vindu úti í rúmsjó, var þegar fluttur á
sjúkrahúsið hér), articulationis talocruralis & epiphyseolysis (13 ára
Pdtur datt á skíðum), regionis cruris (maður var að vinna við hafn-
orgerð í Súgandafirði, og' féll á hann skúffa, fyllt grjóti), antibrachii
& manus c. vulneribus (miðaldra maður í Súgandafirði varð á milli
skips og bryggju; fluttur hingað á sjúkrahús). Distorsio articula-
Honis talo-cruralis c. contusione regionis lumbalis (miðaldra kona
datt niður stiga hcima hjá sér), lumbalis (maður tognaði í baki, er
hann var að axla sementspoka, staddur á bryggju í Súgandafirði;
fluttur á sjúkrahúsið hér). Compressio pelvis (9 ára drengur varð á
núlli bílpalls og brúarhandriðs).
Hesteyrar. Tvíburar, tveggja ára gamlir, voru að leika sér einir í eld-
húsi, er móðir þeirra þurfti að bregða sér frá. Þegar konan kom heim
attur, var annað barnið dáið, lá örent á gólfinu, en eldhúsið var fullt
at reykjarsvælu. Hitt barnið sakaði ekki, en það hafði verið uppi á