Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 213
211
fé, það fcólusett gegn bráSapest og sums staðar gegn lambablóðsótt.
Kýr kvillasamar, sjálfsagt vegna lélegs fóðurs sökum einhæfs áburðar.
Grenivíkur. Nokkuð borið hér á því, að kýr bráðdræpust og þá helzt
rétt eftir burðinn, og virðist góðum kúm hættara. Einnig virðist vera
meira um þenna kúadauða á þeim bæjum, þar sem tún eru votlend.
Menn eru nú farnir að gefa þeim talsvert af fosfórlýsi og krít, og má
ætla, að það sé mikil bót.
Egilsstaða. Búfé hraust að mestu. Þó hefur borið dálítið á garna-
veiki í sauðfé og jafnvel nautgripum líka í Eiða-, Egilsstaða- og Valla-
hreppum.
Seyðisjj. Með ári hverju eykst óáran í kúm, svo að það er áhættu-
spil fyrir efnalítið fólk að fást við mjólkurframleiðslu, meðan svo er.
Efnaskorti í fóðri er kennt um.
Selfoss. Bændur bættu sér heyskort upp með auknum fóðurbætis-
kaupum. Þau er rándýr og auk þess bendir allt til þess, að fóður-
bætisgjafir i stórum stíl séu kúm til hinnar verstu óhollustu. En sú
hefð er komin á að troða fóðurbæti í kýrnar bæði seint og snemma,
enda þótt hey séu liin beztu. Það gengur svo langt nú orðið, að flestir
bændur munu gefa kúm allmikinn fóðurbæti um liásumarið, jafnframt
því sem þær úða í sig grængresi í ágætum högum. Lengra er vart
hægt að komast í vitleysunni en það að kosta til þess offjár að búa
kúm sínum bana með fóðurbætisgjöf.
24. Framfarir til almenningsþrifa.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Nokkrir nýsköpunartogarar komu á árinu. Eru þeir hin
glæsilegustu skip. Vistarverur áhafnanna fcera að sínu leyti af hinum
eldri, eins og nýju húsin í landi bera af gömlu húsunum.
Akranes. Haldið hefur verið áfram að vinna að hafnarbótum og
verið sökkt einu af kerum þeim, sem áður hefur verið getið. Auk
hinna beinu nota hefur af þessu orðið sá árangur, að dregið hefur úr
landbroti að sunnanverðu á Skaganum. Unnið hefur og verið meira
að gatnagerð í bænum en áður.
Reijkhóla. Til almennra frainfara i héraðinu má telja byggingu
gistiskálans Bjarkalunds, byggingu tilraunastöðvar í jarðrækt að
Beykhólum, fcyggingu sundlaugar að Reykhólum, og á sumri komanda
á að byggja við laugina hús, þar sem i verði búningsklefar, íbúð fyrir
sundlaugarvörð og herbergi fyrir unglinga á sundnámskeiðum,
steypiböð og gufuböð. Héraðsbúar gera sér vonir um, að Reykhólar
verði í náinni framtíð miðdepill héraðsins, enda ekki vanþörf ein-
hverrar miðstöðvar, er dregið geti að sér og haldið föstum íbúum
hyggðarlagsins.
Þingeijrar. Ekki er hægt að tala um neinar framfarir í héraðinu til
almenningsþrifa. Enn þá vantar sameiginlga vatnsveitu, og er allt
neyzluvatn brunnvatn, og enn fleira mætti nefna.
Flateijrar. Fiskimjölsverksmiðjur settar upp við hraðfrystihúsin,
aukið við skólpveitur í báðum þorpunum, og eiga nú öll hús á Flat-
eyri aðgang að veitu. Tekin í notkun ný rafveita á F'Iateyri. Unnið