Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 246
244
5/1949.
Sakadómarinn í Reykjavik hefur með bréfi, dags. 5. okt. 1949, leitað
enn af nýju umsagnar læknaráðs varðandi réttarrannsókn um „meinta
óleyfilega eyðingu fósturs", en um mál þetta hafði læknaráð áður
látið dómaranum í té umsagnir sínar með úrskurðum, dags. 23. júní
og 5. ágúst 1949.
Málscitvik eru þau,
sem greinir i fyrr nefndum læknaráðsúrskurðum, að viðbættu því, að
síðan hafa farið fx-am réttarhöld varðandi vottorð það, dags. 15. júni
1949, sem fram kom í xnálinu, eftir að læknaráð hafði það fyrst til
meðferðar, og síðan einkum varðandi utanréttarslcýrslu konunnar,
dags. 3. sept. 1949, sem einnig fór í bága við framburð hennar í
réttinum fyrir og eftir og annað, sem upplýst hefur verið í málinu.
Málið er að þessu sinni lagt fgrir læknaráð á þá leið,
að óskað er „umsagnar ráðsins um, hvort hin frekari rannsókn, sem
fram hefir farið í málinu, eftir að ráðið lét uppi álit sitt um það,
haggi í nokkru fyrri álitsgerð ráðsins í því, og sé svo, þá í hvaða
atriðum."
Ályktun réttarmáladeildar læknaráðs:
Þær upplýsingar, sem komið hafa fram í málinu, síðan álitsgerð
læknaráðs var afgreidd hinn 23. júní síðastliðinn, eru ekki þess eðlis,
að réttarmáladeild sjái ástæðu til þess að breyta nefndri álitsgerð.
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 11. okt., staðfest af forseta sem
ályktun læknaráðs 14. okt.
Málsúrslit. Sjá 9. mál.
6/1949.
Sakadómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 5. okt. 1949, sam-
kvæmt úrskurði kveðnum upp í lögreglurétti Reykjavikur 4. okt.,
óskað umsagnar læknaráðs varðandi réttarrannsókn um íkveikjur G.
M-sonar verzlunarmanns.
Málsatvik eru þessi:
G. M-son verzlunarmaður, f. 26. okt. 1922, til heimilis í . .. hefur
orðið uppvís að og játað sig hafa valdið 8 íkveikjum í Reykjavík á
tímabilinu frá 12. maí til 2. júní 1949. Allar íkveikjurnar hefur hann
framið undir áhrifum áfengis.
Með úrskurði sakadómara 14. júní 1949 var ákveðið, að rannsaka
skyldi geðheilbiúgði sakbornings. Var hann síðan athugaður af geð-
veikralækni, dr. Helga Tómassyni, yfirlækni geðveikrahælis ríkisins,
sem lagt hefur fx-am gi-einax-gerð sína, dags. 24. ágúst 1949. Aðal-
niðurstöður hans fara hér á eftir.
„I gæzluvarðhaldinu er framkoma hans í alla staði óaðfinnanleg og
engra geðveikiseinkenna verður vart hjá honum, en aftur á móti alveg